Leita í fréttum mbl.is

Kolröng greining fjármálaráðherra.

,,............atvinnuleysi hafi lækkað um 1 prósentustig og kaupmáttur launa hafi hækkað um 3,7% á einu ári." 
 
Í landi eða í hagkerfi, þar sem minnkandi atvinnuleysi mætti rekja til fjölgunar starfa, þá væru þetta jákvæðar fréttir af efnahagsbata.
 
 Staðreyndin er hins vegar sú, að þrátt fyrir minnkandi atvinnuleysi, þá fer störfum fækkandi.  það þýðir einfaldlega bara eitt, að það er brottfall/flótti fólks af vinnumarkaði. 
Þau störf sem í boði hafa verið, hafa því verið störf sem losnað hafa, vegna þess að fólk sagt upp starfi hér á Íslandi til þess að freista gæfunar annars staðar, eða þá farið í skóla.
 
 Það þýðir svo, sé þetta tekið aðeins lengra, að færri einstaklingar greiða tekjuskatt og sá skattstofn minnkar, sem og skattstofn neysluskatta, þar sem að því fólki sem greiðir þá skatta, fer fækkandi.  Það þýðir svo minni tekjur ríkissjóðs.
 
Það að ætla sér svo að eigna sér einhver heiður af kaupmáttaraukningu, er í besta falli vafasamt.  Nema auðvitað að þau loforð sem ríkisstjórnin gaf og sveik svo um leið, séu einhver afrek, sem hreykja sér ber af.
 
 Ein meginástæða þess að ,,hægt" var að hækka laun jafnmikið og raunin varð, var jú að ríkisstjórnin lofaði ýmsum umbótum, bæði vinnandi fólki og fyrirtækjunum í landinu til hagsbóta.  Þau loforð hafa reyndar fæst verið efnd og varla hægt að merkja að til standi að efna þau.
 
Það er því nokkuð ljóst að við þessar aðstæður, verður mörgum fyrirtækjum það ómögulegt að standa við gerða kjarasamninga nema, með því að draga saman seglin, sem þýðir á mannamáli,  að fólki verður sagt upp, vegna þess að störfum fækkar. 
 
Þann stöðugleika, sem verið hefur á vinnumarkaði, þrátt fyrir kreppuástand, er ekki ríkisstjórninni að þakka, sem í tvígang á kjörtímabilinu hefur svikið þá samninga sem hún hefur gert við aðila vinnumarkaðsins.
 
Það eru því miklu fremur aðilum vinnumarkaðsins sem þakka ber fyrir þann stöðugleika, sem þó er þrátt fyrir allt.  Enda hafa þeir aðilar, sýnt af sér ótrúlega þolinmæði gagnvart ríkisstjórninni og svikum hennar.
 
 Þessi þolinmæði, þarf þó kannski ekki að koma neitt á óvart, alla vega hvað annan hluta svokallaðra aðila vinnumarkaðsins varðar, verkalýðshreyfinguna.  Enda er verkalýðsforystan, sterkur póstur í baklandi ríkisstjórnarinnar, þvert á hag umbjóðenda sinna. 

mbl.is Merki um batnandi hag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband