Leita í fréttum mbl.is

Upplýsandi heift.- Spáin sem rættist.

Það er  að ég hygg, án þess að fabúlera mikið,  hægt að segja að þessi reiði, heift og nánast hatur  þingmanna stjórnarflokkanna út í samflokksmenn sína og ráðherra, undnfarna daga sé upplýsandi.

 Nánast er hægt að sá því föstu, að niðurstaðan í atkvæðagreiðslunni um það hverja skildi kæra fyrir landsdómi hafi verið fyrirfram ákveðin, af stjórnarflokkunum. 

Fæstir þeirra stjórnarþingmanna, virðast ekki vilja meðtaka þá staðreynd, að Alþingi er ákæruvaldið í landsdóms málinu og hefur þar af leiðandi sömu skyldur og hvert annað ákæruvald.  Ein af þeim skyldum er  endurmeta það mál sem er fyrir dómstólum hverju sinni.  Tillaga Bjarna Benediktssonar, gengur í rauninni ekki út á neitt annað en það.

Viðbrögðin eftir að frávísunartillagan á tilögu Bjarna var felld,  eru það súrealísk og ýkt og ekki í neinu samræmi við tilefnið. Nema auðvitað að við atkvæðagreiðsluna um ákærurnar, hafi í raun pólitískar ástæður verið fyrir ákvörðun einhverra. En ekki heilbrigð og fagleg vinnubrögð, þar sem væri á staðreyndum máls, en ekki á einhverri pólitískri heift og hefndarþorsta.

 Þetta allt minnir mig á ræðubrot, sem ég las í gærkvöldi.  Þar talar Alfreð Gíslason þingmaður Alþýðubandalagsins  í umræðum um lög um ráðherraábyrgð, árið 1962.  En Alfreð sagði þá meðal annars:

,,En það, sem ég óttast, er, að þeim kunni að verða beitt... ef flokkadrættir miklir yrðu í landinu, harðdrægni ykist í stjórnmálunum, að þá gæti nýr meiri hl. notað sér ákvæði l. því frekar sem þau væru matskenndari til þess að ná sér niðri á gömlum andstæðingum. Þetta óttast ég."

Kannski hefur spá Alfreðs ræst, kannski ekki.  En það verður bara hver og einn að vega það og meta með sjálfum sér.  Hvort svo sé eður ei. 


mbl.is Mikil og útbreidd óánægja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo koma menn með svona frétt :

http://mbl.is/frettir/innlent/2012/01/23/ekki_raett_um_ad_kjosa_nyjan_forseta/

Maður bara hlær að þessu aumingjans fólki !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband