Leita í fréttum mbl.is

Tilræði ,,lýðræðiselskenda" við lýðræðið.

Þingsályktunnartillaga Bjarna Benediktssonar, var lögð fram skömmu fyrir jólaleyfi þingmanna.  Í ljósi þess um hvaða mál var að ræða var það kannað hvort hún væri þingtæk.  Þingsályktunartillagan var svo úrskurðuð þingtæk.

Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart að einhverjir þingmenn sé  efnislega ósammála þingsályktunnartillögu  Bjarna.  Þannig er það bara með flest ef ekki öll þingmál og í rauninni ekkert við það að athuga.

Nú segir sagan að margir  stjórnarþingmenn  og þingmenn Hreyfingarinnar séu að klambra saman, rökstuddri frávísunartillögu gegn þingsályktun  Bjarna, svo hún verði tekin af dagskrá að lokinni fyrri umræðu og ekki tekin til  efnislegrar meðferðar og afgreiðslu í þinginu.

Það að beita sér fyrir slíkri tillögu, af ótta við óæskilega útkomu, að mati þeirra er fram hana leggja,  er ekkert annað en fólskuleg árás á lýðræðið.

Þeir einstaklingar sem frávísunina fram leggja og þeir sem greiða munu henni atkvæði sitt, glata með því öllum trúverðugleika lýðræðisástar sinnar.  Lýðræðisástar sem margir hverjir þeirra skreyta sig gjarnan með í umræðum í þinginu og annars staðar, sem þessir einstaklingar opna á sér munninn.  

 Hins vegar er það ljóst að þessir einstaklingar, geta ekki talist marktækir framvegis í lýðræðislegri umræðu í þinginu, sé það svo að lýðræðisást þeirra, nái bara til þeirra mála, sem sjónarmið þeirra verða ofan á.

 Þingsályktunnartillaga Bjarna var úrskurðuð þingtæk og sett á dagskrá þingsins.  Hana skal því taka til efnislegrar meðferðar og afgreiðslu í þinginu.  Annað verklag, er ekki elsta þjóðþingi veraldar bjóðandi.


mbl.is „Svara strax, Ögmundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband