Leita í fréttum mbl.is

Heimsmet í lágkúru og átroðningi á þá sem minna mega sín

 Velferðarráð Reykjavíkur og borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar hafa sett, Íslandsmet ef ekki heimsmet í lágkúru og átroðningi á þá sem minna mega sín.

http://www.dv.is/frettir/2012/1/10/jon-gnarr-ma-skammast-sin/

Samkvæmt frétt Dv sem linkurinn hér að ofan vísar til, kemur fram að þroskahamlaðir starfsmenn á Bjarkaráski og Lækjarási, sem að hingað hafa fengið fríar máltíðir á vinnustað, eigi nú að borga 610 kr. fyrir hverja máltíð.  Það þýðir að á þessa einstaklinga leggst  12.200 kr. gjald, á mánuði, miðað við 20 starfsdaga í mánuði.  Þessu til viðmiðunnar má geta, að borgarfulltrúar borga aðeins 8000 kr. fyrir jafnmargar máltiðir i mánuði.

Björk Vilhelmsdóttir formaður Velferðarráðs er svo fremst meðal jafningja i lágkúrunni þegar hún vitnar i samþykktir Sameinuðu þjóðanna, þessari mannvonskulegu ákvörðun Velferðarraðsins og borgarstjórnarmeirihlutans til stuðnings:

„Við erum að vinna samkvæmt samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að allir séu meðhöndlaðir eins. Mér finnst það bara sjálfsagt að leggja þetta gjald á.“ 
 Væri þá ekki fyrsta skrefið að greiða þessum einstaklingum lágmarkslaun í það minnsta fyrir vinnu sína, úr því að allir eigi að vera jafnir??

Á hverju skildi svo borgarstjórnarmeirihlutinn taka upp á til þess að viðhalda lágkúrustandarnum?  Lætur Bilástæðasjóður kannski fjarlægja öll bílastæði fatlaðra?  Verða allir hjólastólarampar rifnir?  Verður allur afsláttur borgarinnar til öryrkja og eldri borgara afnuminn?

Varla fer borgarstjórnarmeirihlutinn að láta þá sem minna mega sín, líða fyrir það að fá ekki að borga sama verð, eða nota aðra hluti og aðferðir til þess að komast a milli staða, en þeir sem fullfrískir eru.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband