23.12.2011 | 14:23
Ráðherrar í málþófi.
Þekkt er málþóf stjórnarandstæðinga á Alþingi, þegar að umdeild mál eru til umræðu. Er málþófinu beitt til þess, að hindra eða tefja afgreiðslu mála sem umdeild eru. Oftast fer þó svo á endanum, að meirihlutinn fær sínu fram og málin eru afgreidd í þinginu.
Hins vegar voru þau nýmæli, tekin upp af ráðherrum hinnar norrænu velferðarstjórnar, að einstaka ráðherrar eða ráðuneyti haldi uppi ,,málþófi til þess eins að berjast gegn ákvörðunum meirihluta lýðræðiskjörins Alþingis.
,,Hún (Guðfríður Lilja) segist hafa fengið þær skýringar frá forsætisnefnd að beðið væri eftir niðurstöðu um málið frá fjármálaráðuneytinu sem sé furðulegt í ljósi þess að það hafi verið Alþingi sem sett hafi fyrirvara við það og viljað fá fram svör við ákveðnum spurningum. "
Hvað hefur Fjármálaráðuneytið með þá ósk Alþingis að Vaðlaheiðargöngin fari í óháð arðsemismat hjá Hagfræðistofnun að gera? Fjármálaráðuneytið starfar skv. vilja þingsins, eða á að gera það, en ekki öfugt.
Fjármálaráðuneytið eða önnur ráðuneyti hafa því ekkert með það að gera, að hægja á þeim málum sem nefndir þingsins hafa til umræðu og afgreiðslu.
Líklegast er það nú samt svo, að þetta ,,málþóf fjármálaráðherra, sem ber jú ábyrgð á Fjármálaráðuneytinu, sé afsprengi þeirrar ákvörðunarfælni sem háð hefur stjórnarmeirihlutann frá upphafi.
Ákvarðanafælni þessi hefur einnig sett mörg mál er varða atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun í gíslingu einstaka ráðherra, þrátt fyrir að ætla megi að meirihluti Alþingismanna, sé fylgjandi því málefni sem haldið er í gíslingu.
Í stað þess að hleypa málum í lýðræðislegt ferli og leyfa til þess bærum aðila, Alþingi að fjalla um málið og fá í það niðurstöðu, láta stjórnarflokkarnir, hinn stjórnarflokkinn ,,kúga sig til þess að ,,samþykkja gíslingu máls, af ótta við endalok ríkisstjórnarsamstarfs og stjórnmálaferil margra þeirra er á þingi sitja fyrir annan hvorn stjórnarflokkinn.
![]() |
Málið fast í forsætisnefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.