Leita í fréttum mbl.is

Annáll 2011. - Fyrsti hluti.

Seint í janúar 2011, ógilti Hæstiréttur kosningu til stjórnlagaþings.  Lögspekingar líkt og Róbert Spanó sögðu niðurstöðu réttarins vel rökstudda.  Sama gilti þó ekki um velflesta er barist höfðu fyrir stjórnlagaþinginu. 

  segja að velflestir þeirra, hafi látið gremjuna verða skynseminni og rökhyggjunni yfirsterkari og leitað sökudólga fyrir ógildingunni á meðal útvegsmanna og andskotans íhaldsins.

 Töldu velflestir þeirra er gramdist niðurstaða Hæstaréttar, að andskotans íhaldið og útgerðarmenn hefðu haft óeðlileg áhrif á Hæstarétt, án þess þó að geta bent á eitthvað því til staðfestingar.

  Þess ber þó að geta, að allir þeir er málið varðaði, vissu með nokkurra vikna fyrirvara, hvaða dómarar myndu taka afstöðu til þeirra ákæra er réttinum bárust vegna kosninga til stjórnlagaþings.  Þessir sömu höfðu því nokkurra vikna frest til þess að gera athugasemdir um hæfi þeirra dómara er úrskurðuðu í málinu.  Það gerði hins vegar enginn, fyrr en rétturinn hafði úrskurðað á annan hátt, en þeir sem höfðu hvað hæst um vanhæfi réttarins, höfðu óskað sér.

Það var svo samþykkt, með naumum meirihluta, eftir mikið japl, fum og fát, að hunsa niðurstöðu Hæstaréttar á þann hátt, að stjórnlagaþingið skyldi haldið, hvað sem niðurstöðu Hæstaréttar liði. Var breytt um nafn á fyrirbærinu og það kallað stjórnlagaráð og þeim boðin seta í ráðinu er kosningu höfðu hlotið í ógildum kosningum.

Með þessari ráðstöfun Alþingis má segja að Alþingi hafi ráðið tuttugu og fimm verktaka, til þess að sinna þeirri vinnu sem Alþingi ber jú samkvæmt núgildandi stjórnarskrá að vinna. 

Eins og allir vita, sem eitthvað hafa kynnt sér stjórnarskrána, þá er það löggjafans (Alþingis) að setja þjóðinni nýja stjórnarskra, en ekki einhverra annarra einstaklinga, hvort sem þeir séu kosnir af þjóðinni eða ráðnir til verksins af Alþingi sjálfu.

Þjóðin kaus í rauninni fólkið sem breyta átti stjórnarskránni í alþingiskosningum þann 25. apríl 2009, en ekki í stjórnlagaráðskosningum þann 27. nóvember 2010.

Stjórnlagaráðið skilaði svo síðastliðið sumar, forseta Alþingis, afrakstri vinnu sinnar, frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, með ósk um að þjóðin fengi að kjósa um efni þess.

Hvaða afstöðu sem þjóðin kann að taka til frumvarps stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá í ,,ráðgefandi þjóðaratkvæði“ , þá skiptir sú afstaða í rauninni engu, við hliðina á vilja þeirra sextíu og þriggja þingmanna er sitja munu á Alþingi Íslendinga, þegar og ef að frumvarpið, verður tekið þar til efnislegrar meðferðar. Líkt og lög gera jú ráð fyrir.

Þar ber þeim er á þingi sitja, að láta niðurstöðu ,,ráðgefandi þjóðaratkvæðis“ um frumvarpið, sem vind um eyru þjóta, sé sannfæring þeirra önnur en þjóðarinnar fyrir efni frumvarpsins.  Það yrðu engin svik við einn eða neinn, að greiða atkvæði gegn frumvarpinu, þó þjóðin greiddi atkvæði með því, sé sannfæring þingheims önnur . 

Enda undirrita allir er á Alþingi setjast drengskaparheit að stjórnarskránni.  Í þeirri stjórnarskrá stendur meðal annars að þingmenn séu eingöngu bundnir sannfæringu sinni, en ekki boðum kjósenda sinna. (48. Gr.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Úr Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands: 

79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki …1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi]1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.
1) http://www.althingi.is/altext/stjt/1991.056.html

Undan þessu verður ekki vikist, sama hversu margar ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur verða haldnar.
Og þar sem ólíklegt verður að teljast að núverandi stjórnvöld verði áfram við völd eftir næstu kosningar, þá er allsendis óvíst að nokkrar breytingar verði gerðar á núgildandi stjórnarskrá.

Sigríður Jósefsdóttir, 26.12.2011 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband