Leita í fréttum mbl.is

Tvær ríkisstjórnir fyrir eina.

Sé svo að lögin banni svona kaup og þau skilyrði sem notuð eru til undanþágu þegar aðili utan EES hyggst kaupa hér land, halda ekki, þá er ákvörðunin rétt. Skiptir það engu máli, hversu miklir peningar voru í spilinu.

Reyndar væri stækur mútufnykur af ákvörðun sem byggð yrði á fjárhagslegum rökum , en ekki lagalegum.

Það þýðir lítt, að koma með yfirlýsingar um útlendingaótta/hatur, einagrun landsins og allt það, sé svo að hvorki lög né viðmiðunarskilyrði fyrir undanþágu heimili kaupin.  Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að farið sé að lögum og/eða þeim skilyrðum sem sett hafa verið fram, vegna landakaupa annarra aðila utan EES.

Líklegast er hægt færa fyrir því rök, úr því hann tjáði sig um málið ,,fyrirfram", að hann hafi með því bakað sér vanhæfi til þess að úrskurða um það. Hvort sem hann vitni  í einhverjar lagagreinar eða ekki.

Eflaust er málinu ekki lokið, þrátt fyrir þennan úrskurð.  Menn hljóta að hafa hugsað, hvað skyldi gera ef svarið yrði ,,nei“.  Þetta eru engir asnar.   Hvort menn hafi hugsað til ,,skúffu-trixsins „  a la Magma, áformi að taka landið á leigu eða eitthvað annað, skal ósagt látið

Hvað snýr að íslenskum stjórnvöldum  eða Samfylkingunni, þá er það enginn valkostur að vera með upphrópanir yfirlýsingar, ef slíkt hefur engar aðgerðir í för með sér.  Enda fátítt að fólk komist áfram á tuði. 

Sé það svo að meirihluti sé fyrir málinu í þinginu, þá gæti nú hvaða samfylkingarþingmaður sem er, eða bara hvaða þingmaður sem er, lagt fram frumvarp til laga, er heimilar kaup sem þessi.  Hvort það auki líkur á stjórnarslitum eða ekki, yrðu slík lög samþykkt, verður bara að koma í ljós.

Samt er nú eiginlega svo, að líklegast gerist ekkert, nema einhver mótmæli samfylkingarmanna verði, en varla meira en það.  Á morgun, finna stjórnarflokkarnir sér eitthvað annað til þess að deila um og gleyma þessu máli. 

Reyndar er eins og það séu tvær ríkisstjórnir í landinu, ríkisstjórn Vg. og ríkisstjórn Samfylkingarinnar.   Slíkur er munurinn á stefnu og viðhorfum þessara flokka á þeim málum, sem einhverju máli skipta. 

 


mbl.is Andvíg ákvörðun Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Við eum öll búin að sjá fyrir löngu að ef lögin henta ekki Ríkisstjón græðginnar- eru þau bara lagfærð og ny lög sett- sem verða svo vegvísir fyrir aðrar þjóðir til að kaupa upp 'Island.

 Eg held að mútuþægir stjórnmálamenn muni selja landið- mjög fljótt- þeir fá aura eins og judas forðum- og þeirra verður minnst í sögunni lika !

Erla Magna Alexandersdóttir, 25.11.2011 kl. 19:54

2 identicon

Þvi er lifsspursmál að koma þessari  stjórn burtu ,Mer er til efs að i öðrum flokkum ráði jafnmikil græðgi og að geta selt ömmu sina margsinnis ef i boði væri!! .....EÐA FÓSTURLANDIÐ !!!.....Þó vissulega seu viða" litlar sálir "

Ragnh H. (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband