Leita í fréttum mbl.is

Engar nýjar upplýsingar. - Bara upplýsingar sem þegja átti um.- Hver er ábyrgð ráðherra?

,,Segir að í umfjöllun Kastljóss hafi komið fram nýjar upplýsingar um þátt Gunnars í aflandsfélögunum NB Holding og NBI Holdings og því hafi verið full ástæða til að fara yfir málið í heild sinni."

Skýrslan sem Kastljósið hefur undir höndum, er ,,óklippt" útgáfa af þeirri skýrslu sem pressan.is, náði að kreista út í krafti upplýsingalaga.  Í skýrslunni sem pressan.is fékk, var búið að klippa út stóran hluta þeirra upplýsinga er fram komu í Kastljósinu í gærkvöldi, fimmtudagskvöld.

Stjórn FME semsagt, vísvitandi tók úr skýrslunni upplýsingar úr skýrslunni, áður en hún ,,neyddist" til þess að afhenda netmiðlinum hana, eftir að netmiðillinn beitti upplýsingalögum til þess að kreista hana út.

Stjórn FME þarf því ekki að fara yfir einhverjar ,,nýjar" upplýsingar og taka til þeirra afstöðu.  Stjórninni voru þessi atriði öll kunn, enda voru þau öll í skýslunni.  Þau áttu bara ekki öll að vera kunn almenningi.

Einhverum hefði nú, á öðrum tímum, þótt svona feluleikur og vísvitandi leynd á upplýsingum, vera ærin ástæða til þess að stjórn FME og forstjórinn segðu af sér, hið snarasta.

 Þar sem það er viðskiptaráðherra, sem skipar stjórn FME, til fjögurra ára, þá situr stjórnin í umboði og á ábyrgð þess ráðherra.  Sá ráðherra, Árni Páll Árnason getur ekki skýlt sér á bak við það, að hann hafi ekki verið kominn í ráðuneytið, þegar stjórnin var skipuð, árið 2009 í tíð Gylfa Magnússonar.

Árna Páli hefur nú oftar en ekki þótt ástæða til þess að tjá sig af minna tilefni en þessu, þó ekki hafi heyrst hósti né stuna um málið frá honum í dag. 

Ætli ráðherrann sé ekki bara bara sami hugleysinginn og Gunnar Andersen og þori ekki að tjá sig um málið, augliti til auglitis.  Heldur muni hann senda frá sér yfirlýsingu, á tölvutæku formi, þar sem hann hvítþvær Gunnar og stjórn FME af öllum ásökunum.  Hins vegar mun ráðherrann þá ekki verða náanlegur í síma, á meðan stormurinn vegna málsins stendur sem hæst.


mbl.is Stendur við umfjöllunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband