26.10.2011 | 21:15
Í kyrrstöðu, doða og niðursveiflu, er raunsæið svart á litinn.
Það skiptir nánast engu máli, hver dirfist að gagnrýna stefnu eða stefnuleysi hinnar norrænu velferðarstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þeim sem verður slíkt á, er um leið, brigslað um svartsýni og niðurrif.
ASÍ eins og reyndar allir aðrir landsmenn, hafa í þrígang, árin 2009, 2010 og 2011, hlutað á forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur lofa 7000 störfum og þá helst við eitthvað, sem ríkisstjórn hennar, gerir sitt besta og vel það, í að koma í veg fyrir.
ASÍ var aðili að stöðugleikasáttmálanum, sem undirritaður var árið 2009 og svikinn, nánast áður en blek undirskriftana var orðið þurrt. ASÍ er líka aðili að viljayfirlýsingu er skrifað var undir fyrir rúmlega hálfu ári, vegna kjarasamninga. Þar hefur a.m.k. eitt atrið verið svikið. Hækkun skattþrepa fylgir ekki launavísitölu og af þeim sökum, verða laun að upphæð 217.000 kr.- skilgreind sem milliháartekjur í skattlagningu, frá og með næstu áramótum.
ASÍ sem og aðrir landsmenn, hafa einnig horft upp á vandræðagang ríkisstjórnarinnar, með endurskoðun á lögum um fiskveiðar. Töf á þeirri endurskoðun, strandar fyrst og fremst á sundurlyndi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna. Töfin kostar það svo að fyrirtæki í sjávarútvegi, halda að sér höndum hvað fjárfestingar varðar og uppbygging er skapað gæti fleiri störf og verðmæti í greininni, sitja á hakanum af þeim sökum.
Hin norræna velferðarstjórn hefur þvælst fyrir hverri einustu hugmynd sem fram hefur komið á Suðurnesjum, varðandi fjölgun starfa og verðmætasköpun. Skiptir það engu hvort það sé á sviði heilbrigðismála, flugrekstrarmála, gagnavera og lengi mætti telja. Þess ber þó að geta, að gagnaver Verne Holding fer í gang von bráðar, en þó varla með þeim krafti og vænst var.
Hin norræna velferðarstjórn Jóhönnu hefur svo talað tungum tveim eða fleiri, þegar kemur að atvinnuuppbyggingu í orkufrekum iðnaði. Verið með álver í Helguvík og á Bakka á ,,planinu" í sínum kortum, þó efast megi stórlega um að ríkisstjórnin, hafi nokkurn tíman ætlað að gera sitt, til þess að þessi verkefni yrðu að veruleika. Þegar þetta er skrifað, eru efasemdir um hvort það borgi sig að hefja gerð Vaðlaheiðarganga, sem voru eitt af þessum verkefnum, sem stjórnvöld ætluðu að ráðast í, vegna þess að álverið á Bakka var blásið af.
Vel má vera, að stjórnvöld vilji ekki fleiri álver. En þá verða þau bara að tala það skýrt út og koma með eitthvað annað í staðinn. Það verður þá að kallast eitthvað annað en ,,eitthvað annað", sem er eitthvað óskilgreint, sem ekki einu sinni stjórnvöld vita hvað er.
Það hefur hingað til, í það minnsta, hvorki skapað störf eða verðmæti, að bíða eftir ,,einhverju öðru" sem enginn veit hvað er.
Svartsýni hjálpar ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.