22.10.2011 | 19:02
Eintóna blaður forsætisráðherra.
,,Við höfum þurft að glíma við stjórnarandstöðuna bæði á þingi og í fjölmiðlum sem hefur að stórum hluta verið óvenjulega heiftúðug og ómálefnaleg, og óvæntar ákvarðanir Hæstaréttar og forseta Íslands hafa reynt mjög á þanþol stjórnmálanna, sagði Jóhanna Sigurðardóttir í setningarræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar.
Það getur nú varla talist merkilegt, að forsætisráðherra í ríkisstjórn, hvar sem er í hinum vestræna heimi, þurfi að berjast við stjórnarandstöðu á þingi. Eða þá að fjölmiðlum í frjálsu landi dirfist það, að vera á móti stefnu þeirrar ríkisstjórnar, er er við völd hverju sinni.
Hvað forsetann varðar, þá ætti nú Jóhanna að fá hann Hrannar sinn, til þess að skrifa forsetanum þakkarbréf fyrir það, að hafa haft vit fyrir sér og meðhlaupurum sínum í Icesavedeilunni. Staða ríkissjóðs í dag, þó slæm sé, er þó barnaleikur miðað við þá stöðu er uppi væri, hefði annað hvort Svavars eða Indriðasamningurinn orðið að lögum.
Það er valkvæð gleymska Jóhönnu og meðhlaupara hennar, að gleyma þeim hundruðum milljarða sem ríkissjóður hefði þurft að reiða fram vegna þeirra vaxta er samið var um í ofangreindum samningum.
Það er reyndar vonandi rétt, að þrotabú Landsbankans, mun geta greitt þær Icesaveinnistæður er töpuðust við fall Landsbankans. Er því helst að þakka, að í neyðarlögunum var gert ráð fyrir því að innistæðurnar nytu forgangs. Vextina er samið var um hefði hins vegar ríkissjóður þurft að greiða og til þess þurft að auka lántökur ríkissjóðs um hundruðir milljarða. Enda vextir vegna Icesave ekki í kröfuforgangi.
Líklegast þarf líka Jóhanna að þakka stjórnarandstöðuni fyrir framlag sitt við það að stöðva framgang ,,Stóra frumvarpsins um stjórn fiskveiða. Eftir að hafa þvælt málinu vetrarlangt á milli flokka, eftir niðurstöðu sáttanefndarinnar er stjórnarflokkarnir skrifuðu uppá, var á síðustu dögum þingsins lagt fram frumvarp um stjórn fiskveiða.
Nær allir þeirra er komu að gerð þess frumvarps, sem og allir umsagnaraðilar, hafa sagt frumvarp þetta meingallað. Það segir sig því sjálft, að hefði stjórnarandstaðan hleypt málinu í gegn síðast liðið vor. Þá væru í gildi núna nýsamþykkt lög um stjórn fiskveiða, sem ekki einu sinni þeir flokkar er að samþykkt þeirra stóðu, væru ánægðir með.
Hvað Hæstiréttur kann að hafa gert á hlut Jóhönnustjórnarinnar, er ekki gott að segja, nema þó helst að hann úrskurðaði kosningar til stjórnlagaþings ógildar. Nema ef að ske kynni að gengislánadómar Hæstaréttar hafi knúið ráðherra ríkisstjórnarinnar til þess að leggja fram frumvarp að lögum, sem ekki einu sinni ráðherranir sjálfir skilja, samanber skilningsleysi Árna Páls Árnasonar viðskiptaráðherra á eigin lögum um endurreikning á uppgjöri ólögmætra gengislána.
Samkvæmt stjórnarskrá, þá á Hæstiréttur að dæma eftir lögum. Finnist forsætisráðherra eitthvað upp á það vanta, þá á ráðherrann að nefna dæmi þess efnis og rökstyðja þau. En ekki grafa undan þessum æðsta dómstóli landsins, með lýðskrumskenndum upphrópunum og hálfkveðnum vísum.
Stolt af því að vera formaður áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.10.2011 kl. 03:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.