11.10.2011 | 19:58
Loksins marklaust þjóðaratkvæði. !!!
Eitt af því sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur lofað þjóðinni, er að þjóðin fái að ráða því, hvernig ný stjórnarskrá kemur til með að líta út. Það loforð Jóhönnu er reyndar á pari við önnur loforð hennar, þ.e. að ekki standi til að standa við þau, eða það sé ekki mögulegt að standa við þau.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur setið á þingi síðan 1978. Á þeim tíma hefur hún undirritað drengskaparheit sitt að Stjórnarskrá Íslands, alls tíu sinnum.
Það væri freistandi að álykta að Jóhanna hafi aldrei í þessi tíu skipti lesið þessa stjórnarskrá er hún undirritaði drengskap sinn að. Í það minnsta, ætti sá einstaklingur, er les og skilur núgildandi stjórnarskrá, að átta sig á því, það er Alþingi sem er stjórnarskrár og löggjafinn, en ekki einhverjir verktakahópar sem stjórnvöld ráða til þess að skrifa tillögur að nýrri stjórnarskrá eða að nýjum lögum.
Einnig ætti Jóhanna að vita að þjóðaratkvæðagreiðsla, um tillögur stjórnlagaráðs, er með öllu marklaus og í rauninni ekkert annað en rándýr skrípaleikur.
Í 48.gr. núgildandi stjórnarskrá stendur: ,,Alþingismenn eru eingöngu bundnir eigin sannfæringu, en ekki boðum kjósenda sinna." Þetta þýðir m.ö.o. að þjóðaratkvæðið sem slíkt, hefur jafnmikið vægi og gildi og hver önnur Gallup-könnun og er í rauninni marklaust.
Einhverjir muna eflaust orð Jóhönnu vegna þjóðaratkvæðis um Icesave II. Það þjóðaratkvæði, kallaði hún marklausan skrípaleik, enda lægi nýr og betri samningur á borðinu. Sá samningur var nú ekki tilbúnari en það, að það liðu átta mánuðir, þangað til hann var undirritaður. Þeim samningi, Icesave III, felldi þjóðin einnig í þjóðaratkvæði, eins og flestir ættu að muna.
En hvað sem því líður, þá fær Jóhanna loksins marklausa skrípaleikinn sinn.
Enn rætt um stjórnlagaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Versta er að hún man ekkert kellingin
Magnús Ágústsson, 12.10.2011 kl. 06:04
Ekki gleyma því, að allar skoðanakannanir sem framkvæmdar eru hverju sinni og með neikvæðu áliti á sitjandi ríkisstjórn, (á við allar sem setið hafa) eru marklausar. Munum svo flottustu ummælin "Þið eruð ekki þjóðin". Ein sem var fúl yfir því að vera gagnrýnd.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.