Leita í fréttum mbl.is

Geta stjórnvöld ekki ráðið fólk í embætti skammlaust????

Það heyrir nær til undantekninga, ef að einhver ráðning Jóhönnustjórnarinnar í hin og þessi embætti, vekur ekki hörð viðbrögð í samfélaginu. 

Fyrst mætti telja ráðningu Más Guðmundssonar í starf seðlabankastjóra.  Helstu viðbrögðin voru þó ekki vegna ráðningar Más, heldur vegna þess leynisamnings,  um launakjör sín, sem hann virðist hafa gert við forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur.  Í það minnsta, var fulltrúi Jóhönnu í stjórn Seðlabankans, Lára V. Júíusdóttir, sem með tilögu, runna undan rifjum Jóhönnu, um að hækka laun Más um 400 þús kr. umfram það kveðið var á um í opinberu útgáfunni um ráðningasamnings Más.

Ráðning framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs gekki ekki vandalaust fyrir sig, svo ekki meira sé sagt. Meirihluti stjórnar, hafði komið sér saman um að ráða einn umsækjandan, er stjórnarmeirihlutinn taldi hæfastan í starfið.  Sú ákvörðun hafði hins vegar þann annmarka, að sá sem var fyrir valinu, var ekki sá umsækjandi, er þáverandi félagsmálaráðherra, Árni Páll Árnason ætlaði að koma í starfið.  Var málið því þæft og þvælt og endanum ákveðið að auglýsa stöðuna aftur.  Hins vegar var Árni Páll þá farinn yfir í Efnahags og viðskiptaráðuneytið og kom ekki að ráðningu þess er ráðinn var að lokum.

Annað ráðningaferli sem Árni Páll klúðraði og það á svipuðum tíma og hann klúðraði ferlinu í Íbúðalánasjóði, var ráðning Umboðsmanns skuldara.  Sá sem Árni Páll réð, þótti hafa það svarta fortíð í viðskiptum, að slík fortíð væri allt annað en æskileg, fyrir mann í þeirri stöðu.  Eftir mikil blaðaskrif og harðorðar umræður í þjóðfélaginu, gefst Árni Páll upp.  Hann hringir í þann sem hann réð, í þann mund er hann var að máta stólinn sinn í nýju starfi og segir honum að hann geti ekki varið ráðningu hans ,,pólitískt".  Hörkklaðist kandidat ráðherrans úr starfi, áður en fyrsta degi í nýju starfi lauk.

Í einu ráðningarferlinu voru jafnréttislögin brotin.  Það var þegar ráðinn var skrifstofustjóri í Forsætisráðuneytið.  Það þótti kannski fyrst og fremst fréttnæmt, þar sem ráðuneytið, braut þau jafnréttislog, sem nú verandi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, samdi frumvarp að og kom því í gengum þingið.  Þar þrætti forsætisráðherra fyrir það að hafa brotið lög, þó svo að ráðningin væri á hennar ábyrgð.  Enda hafi ráðningin verið svo ,,fagleg" og byggð á huglægu mati mannauðsfræðings. Fagmennska er hins vegar einskis nýt, ef hún brýtur lög.

Að lokum má svo nefna hina óskiljanlegu ráðningu í starf forstjóra Bankasýslunar.  Þar var að öllum líkindum farið á svig við lögformlegt ráðningarferli og huglægt mat, enn eina ferðina, látið vera lögum æðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband