Leita í fréttum mbl.is

Ferð án fyrirheits.

Hver einasti aðili, sem fer í samningaviðræður við annan aðila, setur sér markmið um það, hvað hann sættir sig við að fá útúr samningunum.

Jóhönnustjórnin með Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, í broddi fylkingar, veit hins vegar ekkert hvað hún vill fá út úr viðræðum við ESB.  Stjórnin veit ekkert hvernig aðildarsamning hún vill gera. Hverning samning hún vill leggja fyrir þjóðina í ráðgefandi þjóðaratkvæði, sem reyndar er bara dýrari týpan af skoðanakönnun. 

Enda verður ákvörðunin um aðild eða ekki tekin á Alþingi og hvergi annars staðar. Þar munu þingmenn, virði þeir stjórnarskrána, greiða atkvæði samkvæmt eigin sannfæringu, en ekki sannfæringu þjóðarinnar.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur formlega verið í þeirri vegferð er kallast aðildarviðræður í þrjá mánuði og veit ekki enn hvert hún ætlar.  Hví skildi vera svo?  Hefur sundurlyndisliðinu í gamla fangelsinu við Lækjartorg, ekki tekist að koma sér saman um þessi samningsmarkmið?  Eða eru þau eins og allt annað hjá Jóhönnu stjórninni sveipað leyndarhjúpi?

Hvað sem öðru líður þá er Jóhönnustjórnin í ferð án fyrirheits.  Slíkar ferðir enda oftar en ekki, óásættanlegum áfangastað.


mbl.is Liggja samningsmarkmiðin ekki fyrir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það var Alþingi sem lagði meginlinurnar  nður í löngu áliti og hægt er að lesa hér. Álit meirihluta utanríkismálanefndar með þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að Evrópusambandinu"

Síðan voru skipaðir 10 vinnhópar sem vinna að samningmarkmiðunum. 

"Samkvæmt áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis, með þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórn Íslands að sækja um aðild að Evrópusambandinu, er fyrirhugað að endanlegar ákvarðanir í málefnum sem tengjast aðildarviðræðum verði í höndum ríkisstjórnarinnar. Í því felst að allar ákvarðanir um samningsafstöðu Íslands á einstökum sviðum skulu samþykktar í ríkisstjórn að loknu samráðsferli en stjórnskipuleg ábyrgð á viðræðunum liggjur hjá utanríkisráðherra.

Um hlutverk Alþingis í samráðsferlinu segir í nefndarálitinu að tryggja verði að þingið standi ekki frammi fyrir orðnum hlut heldur sé virkur þátttakandi og eftirlitsaðili, enda sé það á endanum hlutverk Alþingis að fjalla um aðildarsamninginn. Í samræmi við álitið skipaði utanríkismálanefnd sérstakan starfshóp um Evrópumál í júlí 2009. Starfshópnum, sem skipaður er einum fulltrúa hvers stjórnmálaflokks, er ætlað að funda reglubundið með utanríkisráðherra og samninganefnd Íslands auk þess sem honum er ætlað að sitja í samráðshópi ríkisstjórnarinnar og hagsmunaaðila.

Um nauðsyn þess að slíkur samráðshópur verði til ráðgjafar í ferlinu er einnig fjallað í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar og ráð gert fyrir að samninganefnd muni halda reglulega fundi með samráðshópnum, upplýsa hann um stöðu mála í viðræðunum og leggja fyrir hann framkomnar tillögur um samningsafstöðu Íslands. Samráðshópnum er ætlað að tryggja virka þátttöku hagsmunaaðila í viðræðuferlinu og mótun á afstöðu Íslands á hverjum tíma. Samkvæmt tiltækum heimildum er ekki að sjá að slíkur samráðshópur hafi enn verið skipaður þegar þetta er skrifað í júnílok 2011.

Getur kynnt þér málið nánar hér http://evropuvefur.is/svar.php?id=60088

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.10.2011 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband