3.10.2011 | 22:29
Nærmynd af Jóhönnu Sigurðardóttur.
Hjarta Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur ætíð slegið með heimilunum í landinu. Það aftraði henni þó ekkert í viðleitni þeirri að veita lífeyrissjóðum og nýjum eigendum bankana skotleyfi á heimilin og fyrirtækin í landinu.
Linnulausar árásir hennar á atvinnulífið, sér í lagi undirstöðuatvinnuvegina, með hótunum og formælingum og einbeittum ásetningi til þess að skapa ágreining, sem í rauninni leiðir ekkert annað af sér en vantrú fjárfesta á því að fjárfesta í íslensku atvinnulífi.
Ríkisstjórn sú er Jóhanna veitir nú forstöðu, skattleggur allt sem hreyfist, sem gerir heimilunum enn erfiðara að standa í skilum með lánin sín. Bæði vegna þess að tekjur heimilana minnka vegna allra þessara skattahækkana og vegna þess að skattahækkanir á atvinnulífið, renna flestar út í verðlagið og valda aukinni verðbólgu, sem hækka skuldir heimilana milljarða tugi ef ekki milljaraða hundruðir.
Að lokum má svo geta þess að jafnréttismálin hafa ætíð verið Jóhönnu Sigurðardóttur hugleikin. Svo hugleikin að þegar hún var félagsmálaráðherra frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009, stóð hún fyrir því að ný jafnréttislöggjöf var samin og samþykkt á Alþingi. Það var svo hins vegar forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir, sem braut þessi sömu jafnréttislög, er ráðinn var nýr skrifstofustjóri í Forsætisráðuneytið.
Bankarnir skili hagnaði til samfélagsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nú meira bullið í þér hér alltaf hreint. Þú kannski mannst það ekki en varðandi ráðninguna sem Forsætisráðuneytið var dæmt fyrir þá var það samflokkskona Jóhönnu sem kærði vegna þess að valnefnd já taktu eftir valnefnd valdi annan aðila sem var talin hæfari að þeirra mati. Jóhanna fól sérfræðingum að ráða inn og kom ekki nálægt því sjálf. En þar sem hún er forsætisráðherra var hún ábyrg. En hingað til hefur enginn bent á hvernig hún hefði átt að gera þetta. En þú villt kannski hafa þetta eins og framsóknaflokkurinn vann þett hér áður. Þ.e. þú gekkst í framsókn, fórst á Samvinnuskólan og fékkst vinnu hjá Sambandinu og síðan hjá Ríkinu og flokkurinn sá um þig. Svo ef þig langaði í eitthvað ríkisfyrirtæki var þér hjálpað til þess. Það er ekki svo langt síðan þetta hætti. Sjáðu Finn, sjáðu Kaupfélagsstjóran í Skagafirði, sjáðu Gunnlaug Sigmundsson og fleiri.
Magnús Helgi Björgvinsson, 4.10.2011 kl. 08:41
Jóhanna Sigurðardóttir
F. í Reykjavík 4. okt. 1942
Er ekki rétt að óska henni til hamingju með daginn?
Kjartan Sigurgeirsson, 4.10.2011 kl. 09:26
Til hamingju Jóhrannar með síðasta afmælisdaginn í nokkru embætti á vegum Íslensku þjóðarinnar.
Óskar Guðmundsson, 4.10.2011 kl. 09:51
Til hamingju með síðasta afmælisdag þinn sem ráðherra Jóhanna.
Sigurður Haraldsson, 4.10.2011 kl. 10:39
"Jóhanna fól sérfræðingum að ráða inn og kom ekki nálægt því sjálf."
Hún valdi s.s. sérfræðinga sem kunnu ekki jafnréttislögin.
"En þar sem hún er forsætisráðherra var hún ábyrg."
Einmitt!
ls
ls (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 11:04
@ls (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 11:04
Hvaða bull er þetta í þér. Til verksins var ráðin mannauðsstjori út í bæ sem auk ráðuneytisstjóra fóru yfir umsóknir og niðurstaða þeirra var:
" Í fyrsta sæti settu þeir Arnar Þór Másson. Ekki fylgir sögunni hverjir urðu nr. 2, 3 og 4, en í 5. sæti hafnaði Anna Kristín Ólafsdóttir, sem vel að merkja er í Samfylkingunni og þar með flokksystir forsætisráðherra.
Hvað gerði svo forsætisráðherra? Jú forsætisráðherra fór eftir hæfnismatinu og skipaði númer 1 í stöðuna. Númer 5 taldi hæfnismatið rangt og kærði – og reynist nú hafa rétt fyrir sér."
Nú hvað hefði fólk sagt ef hún hefði ráðið Önnu Kristínu?
Magnús Helgi Björgvinsson, 4.10.2011 kl. 12:24
"Númer 5 taldi hæfnismatið rangt og kærði – og reynist nú hafa rétt fyrir sér."
m.ö.o. Mannauðsstjórinn og ráðuneytisstjórinn sem forsætisráðherra treysti höfðu rangt fyrir sér, þ.e.a.s. þeir kunnu lögin ekki nógu og vel.
ls.
ls (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 13:39
Í úrskurði Kærunefndar jafnréttismála, stendur meðal annars, að þegar lögformlegu mati á hæfni umsækjenda var lokið, þá stóðu sú sem kærði og sá sem fékk stöðuna, nánast jafnfætis. Í það minnsta það jafnfætis, að konan hefði átt að fá stöðuna. Röðin breyttist hins vegar þegar huglægt mat valnefndarinnar og mannauðsfræðingsins lá fyrir. Huglægt mat hefur ekkert lögformlegt gildi. Það er því á frekar ,,gráu svæði" að nota slíkt mat, sé niðurstaða lögformlega matsins, sú að umsækjendur af sitthvoru kyninu standi jafnfætis.
Kristinn Karl Brynjarsson, 4.10.2011 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.