Leita í fréttum mbl.is

Raunasaga frumvarps um stjórn fiskveiða.

Nú um þessar mundir er um það bil eitt ár síðan svokölluð sáttanefnd, er sett var á laggirnar til að endurskoða kvótakerfið skilaði niðurstöðu sinni.   Nefndina skipuðu fulltrúar þingflokkana  og flestra ef ekki allra hagsmunaaðila í sjávarútvegi.  Nefndin starfað í ca. Ár og leitað álits og ráðgjafar víða. 

Undir niðurstöðu nefndarinnar skrifuðu svo allir nefndarmenn að tveimur undanskildum. 

Úr því að svo fór, hefði mátt ætla að fljótlega eftir skil nefndarinnar, hefði nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða, byggt á niðurstöðu sáttanefndarinnar,  litið dagsins ljós.  Það var nú öðru nær. 

Þó að fulltrúar stjórnarflokkana hafi skrifað undir niðurstöðu sáttanefndarinnar, þá er nær að halda að þeir hafi gert það, án umboðs flokka sinna.  Enda fóru í gang hrossakaup og ýfingar á milli stjórnarflokkana um það hvernig væntanlegt frumvarp skildi nú  líta út.

Fréttist svo lítið sem ekkert af frumvarpinu í marga mánuði, nema kannski ein og ein tilkynning um að von væri á því á næstu vikum , eftir helgi eða þá bara núna á næstu dögum.

Leið og beið og að átta mánuðum liðnum,  lagði svo sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra fram frumvarp í ríkisstjórn.  Fékk ráðherrann það rakleiðis í andlitið aftur, með þeirri einkunn samráðherra sinna úr hinum stjórnarflokknum, að engu líkara væri að simpansi hafi skrifað frumvarpið.  Var sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra gefnar tvær vikur til þess að afmá fingraför simpansans af frumvarpinu, sem og hann gerði og var það frumvarp lagt fyrir Alþingi á síðustu dögum vorþingsins síðastliðið vor.

Þó svo að frumvarpið hafi borið titilinn stjórnarfrumvarp, þá var hvorki sátt um það í ríkisstjorn og innan stjórnarflokkanna og því síður hjá stjórnarandstöðu.

Núna einu ári eftir að sáttanefndin skilaði af sér, hefur enn ekki náðst sátt um málið, innan ríkisstjórnar eða stjórnarflokka og í rauninni óvíst, hvort eða hvenær það yfir höfuð gerist.

Enn í dag hlýtur ein spurning að yfirgnæfa allar aðrar spurningar um málið: ,,Var stjórnarflokkunum (stjórnvöldum) engin alvara með stofnun sáttanefndarinnar og setu í henni?“

Önnur spurning hlýtur þó einnig að vera álíka hávær meðal þjóðarinnar: ,,Er stjórnvöldum, er unnið hafa málið svo illa er raun ber vitni, treystandi til þess að semja um þessa auðlind sem og aðrar auðlindir þjóðarinnar við ESB, þegar að þau sjálf geta ekki komið sér saman um lagaumhverfið er þau vilja hafa um sjávarauðlindina? „


mbl.is Kvótafrumvarpið gallað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband