26.9.2011 | 23:51
Féll borgarafundurinn í Háskólabíói niður???
Í kvöld kl . 20:00 var haldinn, að öllum líkindum, borgarafundur í Háskólabíói um skuldavanda heimilana og að mörgu leiti miskunnarlausa herferð kröfuhafa bankana, lífeyrissjóðana og Íbúðalánasjóð, gegn þeim heimilum er illa fóru út úr bankahruninu, er varð hér í október 2008. Undirritaður átti ekki heimangengt, en sætti sig þó við, að geta séð frétt af fundinum eða um fundinn í seinni fréttum sjónvarps.
Seinni fréttir sjónvarps liðu hjá, en ekki minnst á fundinn einu orði í sjónvarpi allra landsmanna.
Í kjölfar bankahrunsins , haustið 2008, voru haldnir borgarafundir einu sinni í viku, fyrst í Iðnó og síðar í Háskólabíói. Á þeim tíma þóttu þessir fundir það stórmerkilegir að nánast var talið inn á þá, í aðalfréttatíma sjónvarps og í Kastljósþætti þeim er kom í kjölfar fréttanna.
Ekkert var sagt frá fundinum í aðalfréttatímanum og ekki Kastljósinu heldur.
Maður getur nú alveg skilið Kastljósið, enda fyrirbæri er kallast ,,hártattú" og björgun eins umsjónarmanns Kastljósins, mun merkilegra viðfangsefni en áðurnefndur fyundur. :-)
En kannski er það nú bara svo, að þegar hópur einstaklinga sér sig knúinn til þess að leigja stærsta bíósal landsins undir fund um þau málefni er þar voru rædd, þá þyki slíkt ekki fréttnæmt.
Það þykir kannski bara eðlilegt og hið besta mál, hvernig ástandið í þjóðfélaginu er og alger óþarfi að splæsa á viðburð eins og borgarafund, fréttamanni með tökumann meðferðis?
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
Athugasemdir
Heill og sæll; Kristinn Karl !
Jú; fundurinn fór fram - með hinum mestu ágætum, við vorum 3 samferða; héðan austan úr Árnessýlu, og sýndist okkur tiltölulega eindregin samheldni, þeirra Hundraða fundarmanna, sem saman voru komnir, í Háskóla Filmsýngarhúsi (Háskólabíói).
Auðvitað; er löngu kominn tími á, viðlíka aðgerðir - á samskonar hlutum, og Túnismenn - Egyptar - Líbýumenn og fleirri hafa iðkað, gagnvart valdastéttunum, þar syðra - og eystra, ágæti drengur.
Nógsamlega komið; af Helvízkri lognmollunni, hér á Ísafoldu, Kristinn Karl.
Með beztu kveðjum; af utanverðu Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 01:00
Er ekki bara komin skjálfti í stjórnvöld og þau nýta sér það að hafa ráðandi fólk í ruv í vasanum, en ég held að þegar boltinn fer að rúlla þá muni þau ekki ná að standa gegn þjóðinni þau muni hrejast á brott.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 07:00
Ríkisútvarpið er útvarp ríkisstjórnarinnar.
Ekki þjóðarinnar.
Viggó Jörgensson, 27.9.2011 kl. 14:28
Þarna eru sammála núverandi stjórn og stjórnarandstaða: að segja ekki frá því þegar verið er að upplýsa um lána-svika-þjófnaðinn. Og fræða almenning um lögleysuna. Hefðbundnir fjölmiðlar upplýsa fólk ekki um þessi mál. Enda í eigu LÍU og JónsÁsgeirs og báðir þessir aðilar vilja óbreytt ástand og eru sammála um að láta almenning blæða.
Rósa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 20:45
Stundum verður maður gersamlega orðlaus af óskammfeilninni sem birtist í fréttamati fjölmiðlanna og því hversu skipulega þeir sniðganga alla þá vitsmuni, hugmyndaflug og óeigingirni sem hefur birts í viðspyrnunni. Maður fyllist reyndar fyrirlitningu yfir sumum fréttum sem rata inn á síður þeirra og rásir í staðinn!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.9.2011 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.