Leita í fréttum mbl.is

Mun stjórnarandstaða ,,stjórnarþingmanna" aukast í vetur?

Samkvæmt þessari könnun Visir.is eru það um það bil 25% fleiri sem styðja stjórnarflokkana ,heldur en styðja ríkisstjórnina.

Það er kannski ekki gott að geta í þá gátu, hver orsök slík sé.  Styðja kjósendur þessara flokka stefnu þeirra, en kenna hinum stjórnarflokknum um ófarir ríkisstjórnarinnar? 

Sé það svo að kjósendur og grasrót stjórnarflokkana kenni hinum stjórnarflokknum um ófarir ríkisstjórnarinnar, gæti farið svo að órói komist á þingflokka stjórnarflokkana.

 Ríkisstjórnin hefur eins til tveggja þingmanna meirihluta í þinginu (fer eftir Gumma Steingríms) og jafnvel engan meirihluta, ef Þráni Bertelsyni mislíkar eitthvað.  

Þess utan eru þekkt ófá upphlaup þingmanna Vg. svokallaðrar ,,Órólegu deildar", sem ekki er dauð úr öllum æðum þó þrír þingmenn hafi yfirgefið þingflokkinn.

Eins hafa t.d. samfylkingarþingmennirnir Sigmundur Ernir Rúnarsson og Magnús Orri Schram verið duglegir við að setja ríkisstjórnina á skilorð.  Hvort sem einhver meining standi á bak við það, eða um hefðbundinn Samfó-spuna og lýðskrum sé að ræða.

Þessi ríkisstjórn sem í hvert sinn er hún leggur fram nýtt frumvarp, þarf að telja fylgjendur sína í þinginu, mun varla ná markmiðum sínum á komandi þingi.  Heldur munu lyktir flestra þeirra mála er skipta einhverju máli, líkt og fjárlög og stjórn fiskveiða, vera byggðar á samningum og plotti við þá stjórnarþingmenn, er nýta sér veika stöðu ríkisstjórnar er þeir segjast styðja, til þess að slá sjálfa sig til riddara í sínu kjördæmi.

Í öllum þeim málum sem hefðu eitthvað gildi til uppbyggingar í landinu, mun því ekkert annað en hálfkák vera í boði og lausnir mála frekar vera í orði en á borði.

Eina sem er öruggt á meðan þessi stjórn situr er, að heimilum og fyrirtækjum í landinu mun áfram halda að blæða út.  Eins er líklegt að fólksflóttinn til Noregs og annarra Norðurlanda mun halda áfram og ungt og efnilegt fólk, er ætlað var það hlutskipti að draga hér vagninn, næstu ár og áratugi mun flytja af landi brott. 

Allt eins líklegt er að stærstur hluti þessa fólks snúi ekki aftur, nema þá bara til þess að heimsækja ættingja sem enn hér búa.


mbl.is Ríkisstjórnin með 26% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband