Leita í fréttum mbl.is

Líklegast bara eðlilegasti hlutur í heimi.

Hvað sem fólki finnst rétt, eðlilegt og þar fram eftir götunum, hlýtur sú krafa að standa á Alþingi, að það fari eftir þeirri stjórnarskrá er það starfar eftir.

Þessi málsmeðferð Alþingis á drögum stjórnlagaráðsins, er líklegast bara eðlilegasti hlutur í heimi. Að Alþingi ákveði hvaða og hvernig málsmeðferðin á drögum stjórnlagaráðsins, kemur til með að verða. Það er jú Alþingi, fyrst og fremst, sem ber ábyrgð á því, hvernig ný stjórnarskrá kemur til með að líta út.  Í því efni er ábyrgð stjórnlagaráðsins engin.

Stjórnlagaráðið er í rauninni bara verktakahópur sem ráðinn af Alþingi, ekki þjóðinni, til þess að skrifa þessi drög að nýrri stjórnarskrá.  Sú aðferð að láta þjóðina velja verktakana mistókst hrapalega, þar sem Hæstiréttur dæmdi hana ólögmæta.  Skipan Alþingis á þessum verktakahópi, var því bara ,,skítaredding".

Það að setja þessi drög í ráðgefandi þjóðaratkvæði, gefur hvorki þjóðinni né Alþingi neitt.  Samkvæmt 48gr. núverandi stjórnarskrár, eru þingmenn eingöngu bundnir eigin sannfæringu, en ekki reglum kjósenda sinna.

Það er því ekki þjóðin sem ákveður sannfæringu þingmanna, heldur þeir sjálfir.  Þjóðin hins vegar kýs sér þá þingmenn, eða flokkana þeirra, sem henni þykir hafa þá sannfæringu fyrir mönnum og málefnum, sem henni falla í geð, hverju sinni.

Alþingi er hinn raunverulegi lög og stjórnarskrárgjafi þjóðarinnar, með einni undantekningu þó, þegar forsetinn synjar lögum staðfestingar, þá fer þjóðin með löggjafarvaldið, ásamt Alþingi. 

 Það er því fyrst og fremst Alþingis, eða meirihluta þess að ákveða, hvaða málsmeðferð drög stjórnlagaráðsins, fá í þinginu, en ekki stjórnlagaráðsins sem er bara valdalaus verktakahópur.


mbl.is Skýrsla um stjórnlagaráð rædd í einn dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórólfur Sveinsson

Tek sérstaklega undir það sem þú segir ,,Stjórnlagaráðið er í rauninni bara verktakahópur sem ráðinn af Alþingi, ekki þjóðinni, til þess að skrifa þessi drög að nýrri stjórnarskrá''. Það er alveg nauðsynlegt að horfast í augu við þá staðreynd að stjórnlagaráð hefur ekki umboð þjóðarinnar, heldur Alþingis. Að því viðurkenndu er ljóst að hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs eru alveg út í hött og einvörðungu til þess fallnar að setja málið í hnút. Það þarf að endurskoða stjórnarskrána og í hugmyndum stjórnlagaráðs er ýmislegt skynsamlegt sem sjálfsagt að nýta við þá vinnu sem nú er framundan.

Þórólfur Sveinsson, 28.8.2011 kl. 11:32

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já mér finnst reyndar eins og fólk hafi haldið og jafnvel krafist þess að Alþingi tæki þessar tillögur stjórnlagaráðsins, með eða án ráðgefandi þjóðaratkvæði og samþykkti þær þegjandi og hljóðalaust.  Að hvetja til slíks er í rauninni að hvetja til brots á þeirri stjórnarskrá, sem enn í gildi.  Spurningin hlýtur því að vera, hvort fólk sem hvetji til stjórnarskrárbrota, hafi eitthvað með að ákveða hvernig ný stjórnarskrá muni líta út?

 Svo má auðvitað velta því fyrir sér, hver staða málsins yrði, færi svo að drögin færu í þjóðaratkvæði og yrðu felld.  Væri þá öll vinna stjórnlagaráðsins ónýt?  Hver ætti að ákveða það, hvað það var í drögunum sem þjóðin var á móti.

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.8.2011 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband