26.8.2011 | 19:49
Stefnuleysi og stjórnarkreppa.
Allan síðastliðinn vetur, sátu stjórnarflokkarnir yfir niðurstöðum sáttanefndar hagsmunaaðlila í sjávarútvegi og þingflokkana , vegna nýrra laga um stjórn fiskveiða. Þrátt fyrir átta eða níu mánaða yfirlegu, þá tókst stjórnarflokkunum ekki að koma sér saman um frumvarp um stjórn fiskveiða, er nyti stuðnings stjórnarflokkana.
Þegar fyrsta útgáfa nýs frumvarps um stjórn fiskveiða, er fram kom í maíbyrjun sl., fékk svo þá einkunn samfylkingarþingmanns, að engu líkara væri að simpasi hafi skrifað frumvarpið. Fékk sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra frumvarpið aftur i hausinn, með því fororði, að hann hefði viku eða tvær, til þess að afmá fingraför simpasans af frumvarpinu.
Frumvarpið kom svo fram seint um síðir og eflaust hafa ekki rétt efni verið notuð til þess að hreinsa fingraför simpasans af því.
Það var nefnilega svo að það var ekki bara stjórnarandstaðan sem beitti sér gegn frumvarpinu, heldur einnig nokkri stjórnarþingmenn og að minnsta kosti einn ráðherra. (ÁPÁ)
Stjórnarmeirihlutinn í Sjávarútvegs og landbúnaðarnefnd, treysti sér ekki allur til þess að standa að sameiginlegu áliti o.s.f.v.................
Jafnvel þó svo að forsætisráðherra hefði hótað sumarþingi til þess að ljúka málinu, þá í rauninni gerðist ekkert, þar sem ekki var sátt innan stjórnarflokkana um sumarþingið, hvað þá meðal þingsins alls.
Maður skildi nú ætla að allar starfshæfar ríkisstjórnir, með sameiginlega stefnu í málaflokknum, hefðu notað sumarið, til þess að sníða af þá annmarka á frumvarpinu, svo hægt yrði að afgreiða það nú á septemberþinginu.
Þó að málið sé vissulega stórt, þá er það í rauninni ekki svo tímafrekt að ljúka því í sátt, með samhentum stjórnvöldum.
En eins og í þessu máli og svo til öllum öðrum málum er rata á borð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, þá er þetta mál í bullandi ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og innan stjórnarflokkana.
Það er því alveg morgunljóst , að stjórnvöld eru ekki með neina stefnu í sjávarútvegi, sem hægt er að styðjast við.
Ríkisstjórn án stefnu, mun aldrei ná að vinna að þessu máli svo vel sé. Það sem verra er, er það að hægt er að segja það sama um flest ef ekki öll mál, sem ríkisstjórnin fæst við, eða á að fást við.
Þrátt fyrir að á ,,pappírunum sé stjórnarmeirihluti í þinginu, þá er sá stjórnarmeirihluti óstarfshæfur. Við slíkar aðstæður er viðvarandi stjórnarkreppa, þó svo að það sitji, að nafninu til ríkisstjórn að völdum.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.