Leita í fréttum mbl.is

Hvorir treysta þjóðinni??

 Aðildarsinnar og þeir sem fylgjandi eru umsókninni að ESB, sem reyndar er nánast sami hópurinn, klifa stöðugt á því, að andstæðingar aðildar og umsóknar treysti ekki þjóðinni, fyrir því að taka ákvörðun um aðild að ESB, þegar/ef að aðildarsamningur liggur á borðinu.

En hvor hópurinn skildi nú treysta þjóðinni betur, til þess að taka afstöðu?  Spuninn sem gengur í þjóðfélaginu, er það séu aðlidar/umsóknarsinnar.  En er það svo?  ............... Alveg viss, ef svarið er já?

Skoðum málið.  Þegar ákveðið var að fara í þá vegferð, sem umsókn og aðlögun að ESB er, vildu flestir í stjórnarandstöðunni, að þjóðin fengi að kjósa um það hvort, það stóra skref, að sækja um aðild að ESB, yrði stigið.  Ekki máttu aðildar/umsókarsinnar, heyra á slíkt minnst.  Svo varla hefur dómgreind þjóðarinnar, notið trausts þeirra þingmanna er sækja vildu um. 

Vantraustið var svo fóðrað með, marklausu hjali, um að þjóðaratkvæðið yrði svo dýrt og svo því á íslenska þjóðin mætti bara engan tíma missa. ESB-hraðlestin, væri á leiðinni framhjá. 

Siðan kom fram krafa um að þjóðaratkvæðagreiðslan um samninginn, yrði bindandi en ekki ráðgefandi.  Þeirri kröfu var einnig hafnað.  Var henni hafnað á þeim forsendum, að ef svo ótrúlega vildi til að, hingað slæddist ,,slæmur" aðildarsamningur, þá gæti þjóðin slysast til þess að samþykkja hann!!! 

Þetta voru í skásta falli brosleg undanbrögð, í ljósi þess að aðildar/umsókarsinnar, segjast ætla að hlýða, ráðgjöf þjóðarinnar í ráðgefandi þjóðaratkvæði.    Ætli það sé þá frekar gert ráð fyrir því, að hingað slæðist ,,slæmur samningur", ef þjóðaratkvæðið um hann er ,,bindandi"?

Aðildar/umsókarsinnar, vita það, að ,,nei" í bindandi þjóðaratkvæði, þýðir að ferlinu sé lokið.  Sé þjóðaratkvæðið, hins vegar ráðgefandi, þá eru þingmenn ekki bundnir af ,,nei-inu", heldur geta þá, farið ýmsar leiðir. Hundsað nei-ið og samþykkt aðild í þinginu, ákveðið að reyna að ná öðrum samningi eða breytingum á þeim sem feldur var eða þá að hætta ferlinu.  Síðasttaldi kosturin (og ólíklegasti) væri hin eina ,,ráðgjöf" þjóðar er segði ,,nei", en hinir tveir hunsun á ,ráðgjöfinni". 

 Í ljósi þess, er hér að ofan stendur, þá er nú varla hægt að segja að andstæðingar aðildar/umsóknar, vantreysti þjóðinni.  Hins vegar skýn vantraustið í gegn, hjá aðildar/umsóknarsinnum.


mbl.is Ekki skilyrðislaus stuðningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég treysti því EKKI að Heilög Jóhanna standi við það að ÞJÓÐIN fái að kjósa um ESB - aðild.  Hún sagði að þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB yrði aðeins RÁÐGEFANDI fyrir stjórnvöld en ekki BINDANDI.  Helsta von þjóðarinnar er að þessi stjórn verði farin frá EF til atkvæðagreiðslu um ESB kemur.....

Jóhann Elíasson, 22.8.2011 kl. 22:43

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Nákvæmlega Jóhann, eða því að við reysum "Tjaldborg" um Alþingishúsið,hönd í hönd,þau komist hvorki lönd né strönd. Tekið úr tillögu eins andstæðings aðildar/umsóknar.

Helga Kristjánsdóttir, 23.8.2011 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband