Leita í fréttum mbl.is

Hver er stefna stjórnarflokkanna í sjávarútvegsmálum??

Í umræðunni um kvótakerfið og breytingar á því, er sínkt og heilagt talað um að hinir og þessir hafi bara engan áhuga á því að breyta einu né neinu, heldur vilji bara að verði óbreytt áfram.

Það er vissulega alveg rétt að menn vilja ganga mislangt  í breytingum á kerfinu og hlýtur það að vera sanngjarnt að draga þá ályktun að stofnun sáttanefndarinnar um stjórn fiskveiða, hafi verið sett saman til þess að fá einhverja niðurstöðu sem flestir gætu sætt sig við.

Segja má að það að setja saman sáttanefndina, hafi skilað ákveðnum árangri í því að ná fram þeim breytingum á kvótakerfinu, sem  nokkuð víðtæk sátt væri um.  Sáttanefndin skilaði í það minnsta, af sér tillögum að breytingum sem að nær allir er sátu í sáttanefndinni skrifuðu upp á, að tveimur af sextán aðilum frátöldum, ef ég man rétt.   Meðal þeirra sem að skrifuðu undir voru fulltrúar allra þingflokkanna, líka stjórnarflokkanna.

Það virðist hins vegar hafa verið metnaðarmál stjórnarflokkanna að rjúfa þá sátt sem náðist og þeir sjálfur áttu þátt í. Í það minnsta var það næsta vers stjórnarflokkanna að skipa nefnd stjórnarþingmanna sem virðist hafa haft það verkefni að vinda ofan af þeirri sátt sem náðist í sáttanefndinni.

 Veturinn leið og ekkert bólaði á nýju frumvarpi, þó af og til væru gefnar út þær yfirlýsingar að nýtt frumvarp væri væntanlegt á næstu vikum eða dögum.   Svo rann út sá frestur sem gefinn til framlagningar þingmála og ekkert bólaði enn á frumvarpinu. 

Þær fréttir bárust þó úr gamla fangelsinu við Lækjartorg, mánuði eftir að fresturinn rann út, að sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hafi lagt tvö ný frumvörp fyrir ríkisstjórnina.   Það frumvarp vöktu þó ekki meiri hrifningu hjá hinum stjórnarflokknum, að það fékk þá einkunn að það væri eins og simpasi hefði skrifað þau.  Fékk ráðherrann vikufrest til þess að afmá fingraför simpasans af frumvörpunum  og var lagði hann fram breytt frumvörp á ríkisstjórnarfundi viku síðar.

Eftir afgreiðslu úr ríkisstjórn fóru frumvörpin  fyrir stjórnarflokkanna, sem fyrir sitt leyti samþykktu framlagningu þeirra  í þinginu, þó svo að á þeim tímapunkt væru sex vikur liðnar síðan frestur til framlagningar mála í þinginu hafi runnið út. 

Í ljósi þess hversu seint kvótafrumvörpin voru lögð fram í þinginu, má ætla að í það minnsta innan stjórnarliðsins væri sátt um frumvörpin.  Enda voru bara örfáir dagar eftir af þinginu þegar frumvörpin komu loksins fram í þinginu.   Því var hins vegar ekki að heilsa og er alveg óhætt að segja að það hafi verið þverpólitískt ósætti um frumvörp ráðherra.

 Í ljós kom að þingflokkar stjórnarflokkanna höfðu af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hleypt frumvörpunum inn í þingið, þó svo að ekki væri einu sinni sátt um efni þeirra, þeirra í millum og eða innan  flokkanna.   Eflaust þarf að kalla til sagnfræðinga, til þess að benda á það, hvenær stjórnarfrumvarp hafi verið lagt fram á Alþingi, sem hefði ekki einu sinni meirihluta innan stjórnarflokkanna.

 Það er því ekki hlaupið að því að átta sig á því hver stefna ríkisstjórnarinnar eða stjórnarflokkanna sé í kvótamálinu, nema ef að vera skildi að sátt sé um það innan stjórnarflokkanna að hafa þessi mál í ósætti eitthvað áfram.  Ósættið virðast líka stjórnarflokkarnir telja kjörið til þess að berja á andstæðingum sínum í þinginu og utan þess og til þess að geta slegið pólitískar keilur með einhverjum innantómum frösum og fullyrðingum, sem enginn er skoðar málin gagrýnum augum getur tekið mark á. 

Það er því nokkuð ljóst, miðað við undirtektir stjórnarliða á kvótafrumvörpum Jón Bjarnasonar, að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vita varla sjálfir hvaða stefnu þeir hafa í sjávarútvegsmálum, aðra en fyrningarleiðina, sem engar efnahagslegar forsendur eru fyrir. 

Er  það virkilega svo að stjórnarflokkarnir geti ekki náð saman um neina aðra stefnu um stjórn fiskveiða, aðra en þá sem gengur nánast að greininni dauðri. 


mbl.is Snúið út úr afstöðu sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband