Leita í fréttum mbl.is

Skuldlaust klúður!!

Hvað sem fólk kann að hrópa upp um sægreifa, kvótakónga og óeðlilega hagsmunagæslu stjórnmálaflokka á Alþingi, þá breytir það í engu að stjórnarflokkarnir eiga það alveg skuldlaust, það klúður sem fylgir þessum málum tveimur.  Litla og stóra kvótafrumvarpinu.

 Eftir að sáttanefndin skilaði niðurstöðu, þá tók við 8 mánuða reipitog og hrossakaup stjórnarflokkanna um þessi mál á fundum nefndar skipaðri stjórnarþingmönnum.  Varla er hægt að ganga út frá því að þessi nefnd stjórnarflokkanna hafi komist að einhverri niðurstöðu annarri, en að vera ósammála.

Það var í rauninni vítavert af stjórnarmeirihlutanum, að þvínga þessi mál inn í þingið með afbrigðum, einum og hálfum mánuði, eftir að frestur til framlagningar mála rann út í þinginu.  

Það hlýtur að vera sanngjarnt að velta því fyrir sér, hvað þingflokkum stjórnarflokkanna gekk til, með því að leyfa framlagningu þessara mála, bæði í ljósi þess á hvaða tíma það var leyft og svo að sjálfsögðu vegna þess að ekki einu sinni var sátt um málin meðal stjórnarflokkanna og því alveg ljóst, að þessi tvö stjórnarfrumvörp um stjórn fiskveiða höfðu ekki meirihluta á bakvið sig í þinginu.

 Síðustu klukkutímum þingsins hefði örugglega verið betur varið í að ræða eitthvað annað sem sátt væri um og myndi gagnast fólkinu hér í landinu, kæmist það til framkvæmda.  

 Það vekur líka athygli mína, að þrátt fyrir að varla hefur mátt ræða kvótann öðruvísi undanfarin misseri, nema orðið ,,þjóðaratkvæði" komi þar fyrir í umræðunni.  Samt er ekki gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í báðum þessum málum.

 Með öðrum orðum, þjóðinni var ekkert ætluð aðkoma að þessum málum.  Nema kannski að til hafi staðið að senda forsetanum frumvörpin, eftir að þau hafi verið samþykkt í þinginu, til synjunar en ekki staðfestingar, eins tíðkast hefur hingað til. 


mbl.is „Litla kvótafrumvarpið“ samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góð færsla.

Kvitt:)

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.6.2011 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband