29.5.2011 | 18:26
Enn ein uppgjöf Jóhönnustjórnarinnar.
Það þykir svosem ekkert heyra til stórtíðinda að Jóhanna Sigurðardóttir hóti og steyti hnefann í allar áttir þegar frekjuköst hennar ná hámarki. Það hefur verið hennar saga þau rúmu 30 ár sem hún hefur setið sem á Alþingi, bæði í og utan ríkisstjórnar.
Núna tekst henni ekki að koma kvótamálum í þann farveg, sem að hún helst vildi hafa þau og þá á að skella þremur ónothæfum kostum í þjóðaratkvæði. Það verklag hefur þó þann galla, að Alþingi mun alltaf hafa síðasta orðið í málinu, samkvæmt núgildandi stjórnarskrá.
Varla er hægt að ætlast til þess að alþingismenn kjósi svo á endanum um málið, gegn sinni sannfæringu, hljómi hún öðruvísi en sannfæring þjóðarinnar. Það er nefnilega þannig, að þingmönnum skrifa undir drengskaparheit, þar sem þeir heita því að fylgja eingöngu eigin sannfæringu, en ekki boðum frá kjósendum eða öðrum.
Sjávarútvegsmálin eru reyndar í þvílíku klúðri hjá Jóhönnustjórninni, að varla mun henni takast að koma á kerfi sem að fær að lifa lengur en stjórnin. Enda hefur verklagið við málin verið með eindæmum.
Ef að sjávarútvegsmálin hefði átt að leysa af einhverju viti þá hefðu menn, í stað þess að togast á milli stjórnarflokkanna um niðurstöðu sáttarnefndarinnar, átt að einhenda sér í að skrifa frumvarp, byggt á niðurstöðu nefndarinnar og leggja það fyrir þingið.
Frumvörpin hefði þá komið inn í þingið á ,,löglegum" tíma, ekki einum og hálfum mánuði of seint. Frumvörpin hefðu svo getað tekið nauðsynlegum breytingum í meðferð þingsins, en ekki orðið að þrætuepli íbúannna í gamla fangelsinu við Lækjartorg, mánuðum saman.
Kvótamálin í þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er auðvitað með ólíkindum, að ætla að setja lög um fiskveiðistjórnun í þjóðaratkvæðagreiðslu, lög sem ekki er hægt að ná nokkurri sátt um innan þingsins og hvað þá í sátt við atvinnugreinina sjálfa.
Hvaða valkosti á að leggja fyrir þjóðina? Á að bjóða kjósendum að velja um tvær, þrjár eða fjórar leiðir til stjórnunar fiskveiða við landið?
Verði eingöngu frumvörpin eins og þau eru núna sett í þjóðaratkvæði og samþykkt þar, færu þau hvort eð er aftur til þingsins og engar líkur á að þar yrðu þau staðfest í sátt. Þar með yrði fyrsta verk næstu ríkisstjórnar að breyta lögunum enn á ný og málið aftur komið á byrjunarreit ósamkomulagsins. Þannig yrði hægt að halda lengi áfram.
Frekjuköst Jóhönnu taka sífellt á sig furðulegri myndir.
Axel Jóhann Axelsson, 29.5.2011 kl. 19:14
Ég heyrði brot úr ræðu hennar á RÚV og veit ekki hvort RÚV var að stríða henni eða hvort þeim væri full alvara með klippingu fréttarinnar. Það fyrsta sem ég hugsaði var "Hvaða geðsjúklingur skrifaði þessa ræðu" (örugglega ekki Jóhanna, hún er bara lesari og þrátt fyrir frekjuköstin kann hún ekki að skrifa ræður).
Björn (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.