18.4.2011 | 12:03
Tengja þarf saman lög um stjórn fiskveiða og ESB-aðildarumsókn.
Ef að marka má orð Ólínu Þorvarðardóttur um að fyrningarleið sú sem Samfylkingin lofaði fyrir síðustu kosningar, væri forsenda inngöngu Íslands í ESB, má alveg glögglega sjá að baráttan um kvótann stendur ekki bara á milli LÍÚ og þjóðarinnar/ríkisins.
Undir yfirborði deilna hérlendis um kvótann, upphrópanna um sægreifa, arðrán og þjóðaratkvæði, lúrir aðildarumsókn ríkisstjórnarinnar að ESB.
Sjávarútvegsráðneytið lét Háskólann á Ak. gera fyrir sig, úttekt á fyrningarleiðinni. Sú úttekt mælti ekki með því að sú leið yrði farin. Þar sem einhverjar útgerðir kæmust í vanda og það gæti haft dómínóáhrif út í bankakerfið t.d. Af þeim sökum var fyrningarleiðin ekki talin líkleg til þeirra hagsbóta fyrir þjóðarbúið, sem að lagt var upp með.
Einnig komst svokölluð auðlindanefnd, sem starfrækt var um síðustu aldamót, að fyrningarleiðin væri ófær, eða í það minnsta hefði í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir ríkissjóð.
Frá því að kvótakerfinu var komið á 1983 eða 1984, þá höfðu útgerðir greitt eignaskatt af aflahlutdeildinni og meiri líkur en meiri væru á því að með þeirri skattlagningu hefði skapast eignarréttur á aflahlutdeildinni, sem nýtur verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar.
Auk þess sem að ætla má að lög um framsal aflahlutdeilda/heimilda hafi fest eignarréttinn í sessi.
Fyrningarleiðin þýðir því líklegast, í stuttu máli, eignarnám, með ógnarháum kostnaði ríkissjóðs, vegna eignarnámsbóta.
Fram kemur í skýrslu sem framkvæmdastjórn ESB lét gera um aðildarviðræðurnar að Íslendingar vildu gefa einhver yfirráð (eða some control) á fiskveiðilögsögunni.Breytir engu um það þó Össur segir það byggt á misskilningi, þar sem skýrslan hlýtur að byggjast á samtölum stjórnvalda og ESB. Ef að fulltrúar stjórnvalda tala ekki nógu skýrt við ESB, þá hafa íslensk stjórnvöld einfaldlega ekki unnið heimavinnunna sína.
Það er því alveg ljóst að óbreytt kerfi, sem ég er alls ekki að tala fyrir eða svokölluð samningaleið, sem að var afrakstur þverpólitískrar sáttanefndar, sem Jóhönnustjórnin koma á laggirnar, dugir skammt í viðleitni stjórnvalda að ná aðildarsamningi við ESB.
Vandamálið sem ríkisstjórnin á við að etja er því að mestu heimatilbúið. Það ríkír ekki einhugur eða sátt um það innan stjórnarflokkanna, á hvaða hátt breytingar á lögum um stjórn fiskveiða skuli vera. Þjóðaratkvæði breytir engu til um það, þar sem löggjafarvaldið er Alþingis. Löggjafarvaldið kemst ekki í hendur þjóðarinnar fyrr en Alþingi hefur samþykkt lög og forsetinn synjað þeim staðfestingar.
Fyrirfram þjóðarafgreiðsla um lyktir mála, er ekki heimil samkvæmt núverandi stjórnarskrá. Breyta þarf því stjórnarskránni, svo slíkt megi verða. Stjórnarskráin mun hins vegar ekki taka neinum breytingum, fyrr en tillögur stjórnlagaráðs, hafa verið ræddar í þinginu. Þeim breytt, eftir atkvikum, samþykktar í þinginu, þing rofið, kosið að nýju og nýkjörið þing samþykkt breytingarnar.
Líklegast hefur þó Jóhönnustjórnin engan áhuga á þingkosningum, fyrr en hún neyðist til að boða til þeirra, í lok kjörtímabilsins, vorið 2013. Það er því í rauninni tómt mál að kasta fram einhverjum tillögum um marktækt og lögbundið þjóðaratkvæði um kvótakerfið, með óbreytta stjórnarskrá.
Það vita flestir er málið varða, en geta þó ekki stillt sig um að kasta fram hugmyndum um slíkt, þó ekki væri nema til þess að þyrla upp nógu miklu ryki til þess að hylja vanmátt og getuleysi Jóhönnustjórnarinnar. Getuleysi gagnvart þeim ásetningi sínum að klambra saman frumvarpi að lögum um stjórn fiskveiða, sem bæði yrði í sátt við þjóðina og fokkaði ekki upp viðræðuferlinu við ESB.
Þjóðaratkvæði um kvótann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alveg ljóst að ég mun kjósa á móti öllum þeim lögum sem þessi ríkisstjórn mun hugsanlega setja í þjóðaratkvæði og snúa að fiskveiðikerfinu. Það er svo augljóst leynimakk þeirra með að breyta bæði stjórnarskránni og fiskveiðilögjöfinni til að falla að regluverki ESB.
Björn (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 19:47
Þakka fróðlega samantekt. Þolir bankakerfið að sjávarútvegsfyrirtækjum verði gert ókleyft að standa skil á lánum sínum.? Óhjákvæmilegt að fyrirtækin krefjist skaðabóta ef aflaheimildir verða afþeim teknar og færðar öðrum.
Ragnar Gunnlaugsson, 18.4.2011 kl. 21:33
Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur ekkert að gera með ESB. ESB skiptir sér ekki að því hvernig kvótum er úthlutað í aðildarríkjum. Aftur á móti er líklegt að Samfylkingin geti notað fiskveiðistjórnunarkerfið og fyrirhugaðar breytingar til að fá Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarsamstarf með þeim þar sem ESB umsókninni er haldið áfram og í staðinn verða breytingarnar á fiskveiðistjórnunarkerfinu litlar. Líklega hærra gjald fyrir veiði en samt áfram sömu eigendur kvótans.
Egill A. (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 23:25
Fram kemur í skýrslu sem framkvæmdastjórn ESB lét gera um aðildarviðræðurnar að Íslendingar vildu gefa einhver yfirráð (eða some control) á fiskveiðilögsögunni.
Ef að einhverjir aðrir en Íslendingar einir hafa yfirráð yfir fiskveiðilögsögunni, þá er vissulega inní því að einhverjum öðrum en Íslendingum verður úthlutað kvóta þar. Það er barnaskapur að halda annað.
Kristinn Karl Brynjarsson, 18.4.2011 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.