14.4.2011 | 20:34
Svæðisfélög flokkanna lesi 47. og 48. grein stjórnarskrárinnar áður en þeir ,,eigna" flokkum sínum þingmenn.
47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr.
Nú er það svo að þegar menn og konur hefja þátttöku í pólitík, þá er yfirleitt gengið í þann flokk sem viðkomandi hefur sannfæringu fyrir stefnuskránni hjá. Fólk er svo mismunandi fast á sínum prinsippum og stundum flakka menn á milli flokka, án þess að vera þó í einhverjum trúnaðarstörfum fyrir flokkana. Svona bara svipað og er með kjósendur, sem að margir hverjir, kjósa sjaldnast sama flokkinn tvær kosningar í röð, heldur lesa stefnuskrár flokkanna, fyrst og fremst og taka ákvörðun út frá því.
Í tilfelli Ásmundar og reyndar einnig þeirra Atla G. og Lilju Mós, þá er það saga þeirra allra að stjórnarsamstarfið eða öllu heldur stjórnarsáttmálinn hefði sveigt stefnuskrá flokksins það mikið til að þau telja sig ekki lengur geta starfað undir þeim kvöðum sem hin sveigða stefnuskrá býður þeim að gera. Auk þess sem að þau bera við óeðlilega miklu foringjaræði í flokknum. En látum þó foringjaræðið liggja á milli hluta.
Þau öll tóku þátt í kosningabaráttu Vg veturinn og vorið 2009, samkvæmt þeirri stefnuskrá er flokkurinn bauð upp á og náðu á inn á þing, vegna þeirrar stefnuskrár. Hin vegar þykir þeim eins og áður sagði, þingflokkur Vg. hafa sveigt um of af leið, frá stefnuskránni og hafa því yfirgefið þingflokkinn, en ekki sagt sig úr stjórnmálaflokknum Vinstri hreyfingunni grænu framboði.
Ef að stjórnarskárákvæðin hér að ofan eru lesin, þá sést að við kjör á Alþingi, þá verða þingmenn þar alfarið á eigin ábyrgð og eiga ekki, undir neinum kringumstæðum að fylgja sannfæringu annarra, en sinnar eigin.
Þess ber þó einnig að geta að þessar ályktanir svæðisfélaga Vg. hitta þá sjálfa soldið fyrir, þar sem að í þingflokki Vg. situr einn ,,liðhlaupi" úr öðrum flokki, Þráinn Bertelsson. Ekki var vart neinna fundarhalda innan Vg. vegna komu Þráins í þingflokkinn, heldur var honum almennt fagnað, enda gamall félagi sem villst hafði af leið.
Þráinn er gamall kommi og var m.a. ritstjóri Þjóðviljans á sínum tíma, en hraktist svo eitthvað af leið og rataði svo heim eftir krókaleiðum. Byrjaði á því að vera hafnað í prófkjöri Framsóknarflokksins, sló síðan í gegn sem ,,Kallinn á kassanum" í miðbæ Reykjavíkur og skolaðist inn með vakningu búsáhaldabyltingarinnar inn á þing undir merkjum Borgarahreyfingarinnar. Fljótlega hljóp þó snuðra á þráðinn og sá þingflokkur sprakk með hvelli. Þráinn var þá fyrst um sinn einn og óháður, en fékk þó að vera með þingflokki Vg. í jolahlaðborði þingflokksins eða einhverju þess háttar, skömmu áður en hann gekk til liðs við þingflokkinn formlega.
Ekki var eins og áður sagði að merkja einhverja kergju í herbúðum Vg. við þann atburð, öðru nær. Heldur var Þráni fagnað sem týnda syninum, er hann kom aftur ,,heim".
Ásmundur Einar segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2011 kl. 22:01
Góð grein Kristinn Karl, og svo mikið rétt.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.4.2011 kl. 01:02
Flottur pistill..
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.4.2011 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.