1.4.2011 | 14:04
Hákarlar og dómstólagrýlur.
Í auglýsingu Áframhópsins í blöðum í dag, er mynd af ófrýnilegum hákarli, sem nálgast hjálparvana fólk á fleka eða báti.
Það þarf ekki fjörugt ímyndunnarafl til þess að átta sig á því að hákarlinn, á að tákna ,,foxill" bresk og hollensk stjórnvöld og fólkið á bátnum á að tákna íslensku þjóðina.
Rökrétt útlegging á myndlíkingu Áframhópsins er því sú, að segi þjóðin ,,nei" við Icesave, þá komi hákarlinn hingað, með dyggum stuðningi ESB og éti allt sem að kjafti kemur.
Það er nú reyndar spurning, hvort við ættum ekki bara að leyfa hákarlinum að koma. Ef að hákarlinn ætlar að sækja sínar bætur fyrir íslenskum dómstólum þá þarf hann fyrst að viðurkenna lögsögu
EFTAdómstólsins. Gerist það, þá mun dómsorð EFTAdómstólsins hafa fordæmisgildi á öllu EES-svæðinu, þarmeð talið í öllum ESB-ríkjum.
ECJ, dómstóll ESB er því andvígur að annar dómstóll, en hann sjálfur, kveði á um álitamál innan ESB, þannig að varla má ætla að hákarlinn færi gegn sjálfu ESB og dómstóli ESB og viðurkenndi lögsögu EFTAdómstólsins.
Eru einhverjar líkur á því, að það yrði eitthvað bit í hákarli, sem veifaði
niðurstöðu dóms, sem hann viðurkennir ekki sjálfur?
Líklegast er því að hákarlinn sé , þeir innistæðueigendur, er ekki fá tjón sitt bætt að fullu. Þeir innistæðueigendur, er áttu upphæðir umfram tryggingarupphæðina á Icesavereikningunum. Dæmi íslenskir dómstólar, þeim innistæðueigendum bætur, þá má greiða þær út í íslenskum krónum.
( Það hlýtur að gleðja ESB-sinnanna, að hægt verði að losa sig við eitthvað af ,,ónýtri krónu í einhverja útlendinga)
Verði samningarnir hins vegar samþykktir syndir hákarlinn upp Thamesá og krefst sinna bóta fyrir breskum dómstólum. Eða trúir því einhver að Héraðsdómur Reykjavíkur, túlki bresk lög og dæmi eftir þeim?
Grein 10.9 Lög sem gilda. SAMNINGUR ÞESSI OG MÁL, KRÖFUR EÐA ÁGREININGUR SEM RÍS VEGNA HANS EÐA Í TENGSLUM VIÐ HANN, HVORT HELDUR ER INNAN EÐA UTAN SAMNINGA (e. CONTRACTUAL OR NON-CONTRACTUAL), SKULU LÚTA ENSKUM LÖGUM OG TÚLKAST SKV. ÞEIM.
Gildi neyðarlaga staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er Já maður, en ég furða mig mjög á þessari auglýsingu. Hún er mjög neikvæð og í sannleika sagt hélt ég að það hefðu verið Nei sinnar sem stæðu henni í tilefni 1. april.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 19:12
Auðvita látum við hákarlinn koma, helst sem fyrst svo hann verði orðin góður á þorra.
Hrólfur Þ Hraundal, 1.4.2011 kl. 20:57
Svavar ég er staðfastur NEIari en hafði samt áhyggjur af þessum sama því einhverjum hefði einmitt alveg getað dottið í hug að klína sökinni af þessu á okkur. En það hefur núna fengið staðfest að ókindin er skilgetið afkvæmi Áfram-hópsins, og verðskulda þau bestu þakkir fyrir.
Í rauninni sé ég Davíð Oddsson alveg fyrir mér hlaupandi með þetta í eigin persónu beint frá auglýsingadeildinni inn í prentsmiðju, stuttu eftir að beiðni um birtingu á þessu furðuverki barst til Morgunblaðsins.
Hrólfur, auðvitað megum við til að að landa þessum svartháfi sem fyrst, drepa hann strax og míga svo yfir til að flýta rotnun. Einn af forfeðrum mínum var hákarlaveðimaður á Höfn og ég vona að sú arfleifð sem hans líkar skildu eftir sig lifi enn.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.4.2011 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.