Leita í fréttum mbl.is

Hver á ,,umboðið"?

Núna, eins og reyndar alltaf, þegar þingmenn yfirgefa þingflokk sinn og ákveða að ganga til liðs við annan þingflokk eða þá að starfa sem óháður þingmaður, er frasinn um umboð kjósenda óspart notaður.  Eða í besta falli, í þeim mæli sem vonbrigðin með úrsögnina verða hverju sinni.

 

Þó svo að kosið sé inn á Alþingi eftir listum, flokkum, Þá er í rauninni ekki einn einasti þingmaður bundinn flokki sínum, hafi hann sannfæringu fyrir öðru.


47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr.


Hins vegar stendur hvergi í stjórnarskránni að stjórnmálaflokkar skuli undirrita drengskaparheit að stefnuskrá sinni.

 Þegar svona flokkaflutningar verða, þá detta menn oft í þann gírinn, að tala um siðfræði og umboðssvik við kjósendur.

Það er rökrétt að ganga út frá því að kjósendur Vg hafi kosið flokkinn, vegna stefnuskrár hans í undanfara kosninga. Þannig hlýtur það reyndar að vera um aðra flokka einnig. Ég held að í  þessu tilfelli, að það sé óumdeilt að þingflokkur Vg., sé ekki beint að vinna eftir því umboði sem hann fékk frá kjósendum sínum. Þó svo að kannski hafi, eftir kosningar og stjórnarmyndun, stofnanir flokksins, eitthvað sveigt til stefnuskrá flokksins.

 Það er því í rauninni, alveg jafnrétt ,,fullyrðing" að halda því fram að þingflokkur Vg. sitji ekki í umboði kjósenda sinna, líkt og því er haldið fram að Atli G. og Lilja Mós geri það ekki.


Svo má alveg setja spurningarmerki við þá siðfræði, að rjúfa drengskaparheit sitt við stjórnarskrána, til þess að uppfylla einhverja, pólitískt miðaða siðferðisstandarda.

 

 


mbl.is Hvetja Atla til að stíga til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gróa Hreinsdóttir

Það ætti ... í svona árferði að þurrka út allar pólitískar stefnur á Alþingi. Allir þingmenn ættu að segja sig úr þingflokkum og starfa sjálfstætt að VELFERÐ ÞEGNA ÞESSA LANDS !!!!!

Gróa Hreinsdóttir, 22.3.2011 kl. 12:52

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Að vera ,,bundinn sinni sannfæringu", hlýtur að þýða að viðkomandi, hafi sannfæringu fyrir því að einhver stefna (leið) sé betri en einhver önnur, til lausnar á vandamálum (verkefnum).  Ekki satt?

Kristinn Karl Brynjarsson, 22.3.2011 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1804

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband