Leita í fréttum mbl.is

,,Ofur-innistæðueigendur" í dauðafæri..............

Í þrígang hefur sama ríkisstjórnin samþykkt sömu ríkisábyrgðina, vegna sama málsins, Icesave.  Í hvert einasta skipti hefur það þó verið látið fylgja með að ríkisstjórnin telji samt að íslenska ríkinu beri ekki að ábyrgjast þetta.


 Einhvers staðar í ferlinu kemur svo á borð ríkisstjórnarinnar, áminningarbréf ESA.  Þar er íslenska ríkið borið þungum sökum.  Því er borið við í bréfinu að Ísland hafi brotið ákvæði EES samningsins.
 Það eina sem að stjórnvöld hafa gert, vegna bréfsins, er að biðja um frest á því að svara bréfinu, í hvert skipti sem að fyrri frestur er að renna út.  Það sé verið að vinna að lausn málsins.


  Stjórnvöld hafa þó látið í það skína, í það minnsta til heimabrúks, að þau séu ekki sammála þessum ásökunum.  En það þurfi að semja til að fá lán, einangrast ekki frá samfélagi þjóðanna og allar þær klisjur.


  Engu að síður, þrátt fyrir samningaviðræður og allt það, þá er það  í eðli  sínu  órökrétt að biðjast stöðugt undan því að svara bréfinu.  Enda ljóst að engir þeir samningar sem gerðir hafa verið hingað til, bæta fyrir brotið að fullu.   Innistæðueigendur umfram tryggingu, fá ekki sitt tjón bætt að fullu. Á meðan meint ,,brot" er ekki bætt að fullu, þá er vart við því að búast að málinu ljúki.

Enda hefur ESA látið í það skína, að samningurinn ljúki ekki endilega málinu.  Fari svo að ESA vilji halda áfram með málið, þá er annað svar, en að fallast á málatilbúnað ESA, varla sannfærandi.  Enda nýbúið að semja um ríkisábyrgð krafna vegna Icesave. Stjórnvöld hafa samið um bætur og í raun játað sig sök, með samningi.  Þó að ,,skaðinn" sé ekki að fullu bættur. 


 Já við Icesave  og andmælalaust áminningarbréf ESA, setur því ,,ofur-innistæðueigendur", þ.e. þá innistæðueigendur er áttu hærri innistæður á Icesavereikningum, er nema tryggingarupphæð  TIF, í dauðafæri fyrir dómstólum með að fá sinn skaða bættan að fullu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1804

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband