18.3.2011 | 20:34
Pólitískt hórerí HÍ heldur áfram sem aldrei fyrr!!
Það eru því miður ekki ný tíðindi að fræðimaður innan vébanda HÍ, stundi pólitískt hórerí með þau fræði er hann stundar. Slíkt hórerí virðist nánast vera orðið landlægt í HÍ. Nægir þar að nefna nokkra spretti Þórólfs Matthíassonar, í áróðursstarfi Bretavinnunnar, vegna fyrri Icesavesamninga.
Ef að ég man rétt, þá var Helgi Áss í Indefencehópnum, þegar baráttan gegn Svavars-samningnum stóð yfir. Það þarf væntanlega ekki að segja fólki, hvaða sýn hann hefur haft á þeim tíma, þess hlutar er hann kallar nú skuldbindandi. Það kom mér því á óvart, þegar hann birtist í liði stjórnvalda, þegar Icesave II, Indriða-samningurinn var kynntur.
Það kemur mér því lítið á óvart að Helgi stundi þetta hórerí sitt, jafnvel þó hann þurfi í ,,lögfræðilegri" túlkun sinni að ,,gleyma" nokkrum greinum stjórnarskrárinnar. Enda er hórast með fræðin í nafni ríkisstjórnar, sem fer ekki dult með þann ásetning sinn, að fara á svig við úrskurð Hæstaréttar og að loka augunum fyrir nokkrum greinum stjórnarskrárinnar, eða í besta falli fara á svig við þær, með stjórnlagaráðstillögunni.
Dulbúningur þeirrar tillögu sem ,,þingmannamál", dregur þó engan dul á ásetning ríkisstjórnarinnar að afgreiða það mál, þó dómsmálaráðherrann (innanríkisráðherra), lýsi sig andvígan því, enda eflaust enginn sómi af því að æðsti yfirmaður dómsmála í landinu, styðji sniðgöngu við úrskurð Hæstaréttar. En þess ber þó að geta að ráðherrann hefur þó ekki beitt sér af sérstakri hörku gegn tillögunni, heldur aðeins lýst sig andvígan henni.
Þetta nýjasta hórerí sérfræðings Lagstofnunar H.Í. gerir stofnunina gersamlega vanhæfa til þess að vinna hlutlaust efni varðandi varðandi Icesavesamninginn, er dreifa á hvert heimili í landinu, fallist stofnunin á annað borð að vinna verkið.
Þarf heimild í fjárlögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Líður best undir teppi í frostinu á Íslandi
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
Athugasemdir
Það er nú orðinn ansi skammur tími til stefnu, að fara að semja "hlutlausa" umsögn um Icesaveþrælalögin.
Þar fyrir utan hafa ýmsir starfsmenn HÍ sýnt margoft að frá þeim skóla koma engin álit, sem byggjandi er á.
Axel Jóhann Axelsson, 18.3.2011 kl. 20:48
Ég trúi því Axel að þrátt fyrir tímaskort, þá vefjist það ekkert að semja álitið ,,hlutlausa", enda enda er það til nú þegar upp í HÍ.
En ætli það sé ekki frekar raunin að tíminn er full knappur til að klæða það álit í gæru hlutleysis.
En það minnkar þó ekki skömm Alþingis að hafa ekki ælt út úr sér beiðninni um álitið, fyrr en þremur vikum fyrir þjóðaratkvæðið. Slíka beiðni hefði átt að afgreiða í vikunni eftir synjun forsetans.
Kristinn Karl Brynjarsson, 18.3.2011 kl. 20:56
Það er til eitt orð yfir fólk sem vantreystir svo eigin skynsemi að það þurfi á áliti "sérfræðinga" að halda til að hugsa fyrir sig, sama hvort þeir sérfræðingar eru foryngjar kommúnistaflokksins, yfirmenn Hitlersæskunnar, prélátar, Islamskir fræðimenn, eða "sérfræðingar" svo sem lögfræðingar, sem þó eru sneyddir réttlætiskennd, sem stunda flokkshundagelt í þágu ríkjandi stjórnvalda......
heimskir sauðir!
J.M. (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 21:18
ég þarf engan pésa frá háskóla eða öðrum og til hvers, jú til að ausa peningum sem gætu farið til þeirra sem minst hafa nei það er of gott, látum þau heldur svelta.
gisli (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 08:55
mér þætti gaman að vita meðalgrindavísitölu hjá þessu liði sem bloggar h´er ætli það nái húsdýra greind hver areina að hugsa um sinn rass svo þikist þetta pakk vera fjölskllida held því miður bara á hátiðisdögum hvernig fólk getur rifist svona heiftalega yfir yseive en á sama tíma má davíð odsson henda mörgum milljörðum út í hafsaugarétteftir hrun engin minnist á það þetta er hræsni af hæðstu gráðu
pall skaftason (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.