Leita í fréttum mbl.is

Annað sjónarhorn, önnur sýn!!!!

Þar sem eingöngu fjórðungur þeirra sem tekur afstöðu til Icesavesamningsins, hefur kynnt sér efni hans vel, má leiða að því líkum að, eingöngu sama hlutfall taki til hans upplýsta afstöðu.  Afstöðu þeirra er ætla að kjósa með samningnum og þeirra er kjósa ætli gegn honum, megi því rekja til þeirrar umræðu sem verið hefur um samninginn í þjóðfélaginu.

 Þeir sem ætla að segja já, af öðrum ástæðum en pólitískum, hafa þá mynd upp að þegar samningarnir voru kynntir fyrst, að líklega þurftu Íslendingar ,,bara" að greiða 47 milljarða og svo sæi þrotabú Landsbankans um rest. Talan 47 milljarðar, varð svo að 32 milljörðum er samninganefndin kynnti, sitt mat á heimtum í þrotabúið.  

 Þó svo að sú staðreynd liggi fyrir, að Bretar og Hollendingar höfnuðu tilboði sem hljóðaði nánast upp á það sama og fyrsta kynning á samningnum hljómaði, gegn því að falla frá ríkisábyrgð, þá er ekki hægt að segja að þeirri staðreynd hafi verið hátt á lofti haldið.  Hefði því alveg með ósekju mátt gauka þeirri spurningu að í leiðinni, hvort þeir sem svöruðu í könnuninni vissu af þessu tilboði sem hafnað var.

Nær örugglega má slá því á föstu, að væri  tilboðinu, sem Bretar og Hollendingar höfnuðu, haldið á lofti, að þá geri landsmenn sér grein fyrir því gríðarvægi sem ríkisábyrgðin er í samningnum.  Geri sér grein fyrir því, að ríkisábyrgðin er ekki bara eitthvað formsatriði eða eitthvað í þá veruna.

Þá rynni það upp fyrir fólki að ríkisábyrgðin, er fjarri lagi eitthvað formsatriði, heldur trygging Breta og Hollendinga fyrir þeim skaða, sem gæti orðið, ef heimtur í búið yrðu minni en spáð er eða þá að neyðarlögunum yrði hnekkt.

  Sá kostnaður sem af slíku hlytist, fellur allur á skattgreiðendur.  Einnig allur sá kostnaður sem til kann að falla, tefjist heimtur úr búinu, því við tafir á heimtur úr búinu hækka vextir af Icesavekröfunum.

 Að baki þeirri ákvörðun Breta og Hollendinga að hafna tilboði Íslendinga, liggur mat þeirra sjálfra á eignasafni þrotabús Landsbankans, ásamt mati þeirra á líkum fyrir því að hægt sé að hnekkja neyðarlögunum fyrir dómi.

  ESA telur sig hafa unnið mál fyrir EFTA-dómstólnum, byggt á þeim forsendum, að með setningu neyðarlaganna, hafi íslensk stjórnvöld mismunað, með saknæmum hætti, breskum og hollenskum innistæðueigendum, sökum þjóðernis. 

 Hins vegar má alveg segja að það sé ekki eina ,,mismunin" í neyðarlögunum, enda er almennum kröfuhöfum í þrotabú Landsbankans ,,mismunað" þar sem Tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjarfesta, fær samkvæmt boði laganna, forgang í búið, umfram aðra kröfuhafa.  Nær öruggt er að Bretar og Hollendingar meta einhverja hættu á því að dómsmál verði höfðað, er hnekkt gæti neyðarlögunum.

 Þeir sem á móti samningnum standa, gera það eftir atvikum, á pólitískum forsendum eða þá á þeim forsendum að þeir hafna löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni.

 Af gefnu tilefni ber að geta, að með ,,löglausum kröfum" er ekki átt við kröfur Breta og Hollendinga, eða öllu heldur tryggingarsjóðsins  í þrotabú Landsbankans, heldur þá kröfu að ríkisábyrgði sé á skuldbindingu  tryggingarsjóðsins og í rauninni einnig á heimturnar í þrotabúið.


mbl.is Fjórðungur hefur kynnt sér Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband