10.3.2011 | 12:35
Eru tvær launatöflur hjá ríkinu???
Í fréttum sjónvarps þann 9. mars var í frétt um ,, stríðsskattahótun" stjórnarþingmanna Hinnar Norrænu velferðarstjórnar, greint frá því að Már Guðmundsson hefði ca. 1.300.000 kr. í mánaðarlaun og þar væru inní allar greiðslur, eins og lífeyrisgreiðslur og fleiri samningsbundnar greiðslur.
Einhverjir muna sjálfsagt eftir því, þegar Lára V. Júlíusdóttir formaður stjórnar Seðlabankans, flutti tillögu í stjórn bankans um að hækka laun seðlabankastjóra um 400.000 kr.
Í allri umræðunni sem um það mál spannst, þá mætti Már seðlabankastjóri í viðtal í Kastljósinu og tafsaði eitthvað ofan í bringuna á sér að þetta væri ekki beint hækkun heldur nokkurs konar leiðrétting á kjörum sínum. Aðspurður kvaðst Már hafa ca. 1.570.000 kr. í laun með öllum samningsbundnum greiðslum og því væri það fjarri lagi að þessi ,,ekki" hækkun, væri um 400.000 kr.
Í ljósi þeirrar hörðu umræðu sem að varð um launakjör seðlabankastjóra og krafna um að tillaga Láru V. yrði dregin tilbaka, má ætla að hafi slíkt verið gert, þá hafi verið flutt af því fréttir. Síðurritari minnist þess þó ekki að hafa, lesið eða heyrt slíka frétt.
Af því má draga þá ályktun, að þrennt komi til greina. Að tillagan hafi ekki verið afgreidd enn og seðlabankastjóri því ennþá á þeim kjörum sem hann sjálfur segist njóta. Tillagan verið felld og kjör seðlabankastjóra óbreytt frá því sem hann sjálfur greindi frá. Eða þá að tillagan hafi verið samþykkt og laun seðlabankastjóra því ca. 1.700.000. kr. með öllum samningsbundnum greiðslum.
Ætla má að fréttastofa sjónvarps hafi fengið upplýsingar um laun seðlabankastjóra, með því að leita þeirra í stjórnsýslunni. Annað hvort með fyrirspurn til þess aðila innan hennar er hefur með launamál seðlabankastjóra að gera, eða þá bara að fréttastofan hafi fundið þessar upplýsingar á netinu.
Það er því engu líkara að öllu ofansögðu að tvær eða fleiri launatöflur séu í gangi hjá ríkinu. Ein launatafla sem sýnir þau laun, sem stjórnvöld vilja að fólk trúi að séu í gangi og svo önnur launatafla, sveipuð dulúð, sem sýnir hin raunverulegu laun sem í gangi eru.
Laun á bilinu 2-4 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.