Leita í fréttum mbl.is

Skrítið fólk, þessir Íslendingar.

Íslendingar eru skrítið fólk. Fréttir berast af því að helming hagnaðar bankanna megi rekja til þess að bankanir beinlínis lugu til um afskriftarrými sitt, sem bitnar svo á heimilunum þessara sömu Íslendinga. Hins vegar gleymist það skjótt, þegar næsta ,,beini" er hent fyrir lýðinn, laun tveggja bankastjóra, þá fer allt hér á annan endann.  Skrumdrottningar stjórnarflokkanna kveða upp þann úrskurð að nú verði að taka á þessum siðlausu peningamönnum og leggja til nýjan tekjuskatt, allt að 80%  á laun yfir frá einni milljón til tólfhundruð þúsund, til þess að sporna við áðurnefndu siðleysi peningamannanna. 

Þess ber þó að geta að þónokkrir læknar, forstjórar ríkisfyrirtækja, sjómenn og sjálfur seðlabankastjóri, sem dekstra þurfti með töluverðu leynimakki í Forsætisráðuneytinu, til starfa hér á landi, hafa hærri laun, en þau sem siðferðisstuðull skrumdrottningana miðast við.

 Fjármálaráðherra og forsætisráðherra taka svo undir sönginn um laun bankastjóranna, en láta svo líkt að þau hafi ekki séð fréttirnar af því hvernig hagnaður bankanna varð til og hamra járnið í umræðunni um laun bankastjórana, á meðan það er heitt. 

Sjálfsagt hafa þau gleymt loforðunum frómu um skjaldborgina um heimilin í landinu, þar sem áðurnefnt afskriftarými bankanna hefði svo sannarlega verið hægt að nýta. Enda nú um stundir tvö ár síðan þau loforð voru gefin og lítill sem engin alvara að baki þeim loforðum, sé litið til aðgerða, eða öllu heldur fálmkennt sprikl stjórnvalda til lausnar skuldavanda heimila og fyrirtækja í landinu.

Það skyldi þó ekki vera að þöggunin um lygina vegna fullnýtts afskriftarýmis bankanna megi rekja til þess að staða Landsbankans, er fjarri því eins góð og af er látið og þar á bæ óttast menn að geta staðið í skilum, að fullu, með skuldabréf það sem greiða á nærri helming Icesavekröfunnar úr þrotabúi gamla bankans.  Það færi því þannig, að það sem útaf standi þá af Icesavekröfunum lendi íslenskum skatttgreiðendum, kjósi þessir sömu skattgreiðendur að segja já við Icesave.  Það verður því ljósara með degi hverjum sem líður, að hátt og snjallt nei, er það eina sem þokkalega skynsamt fólk og þaðan skynsamara fólk, getur sagt þann 9. apríl nk.


mbl.is Sat hjá í bankaráði Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, munur eða þið Kongóbúarnir.

Kani (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 21:24

2 identicon

Satt segirðu. Þið Brasilíumennirnir eruð jú mun gáfaðri.

Færæjjængur. (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 21:51

3 identicon

Heyr! Heyr! Loksins kominn hér Mongóli til að leiðrétta oss! Takk fyrir kæri Mongóli, og ég bið að heilsa Mongólíu!

Skrýtinn (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 21:52

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mikill meirihluti alþingismanna sögðu já við Icesave og hvetur landsmenn til að segja já. Það er skrítið fólk sem stjórnar okkar ágæta landi.

Sigurður I B Guðmundsson, 9.3.2011 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband