Leita í fréttum mbl.is

Ráherra talar líkt og ónefndur kaupfélagsstjóri hér áður fyrr!!!

Ummæli ráðherrans um ekki dugi að hækka bæturnar, þó þess þurfi vissulega, því ennþá muni það gerast að fólk verði fyrir óvæntum útgjöldum, eru í besta falli kjánaleg.   Þessi ummæli eru nánast á pari við það, að halda því fram að vegabætur, sem auka umferðaröryggi séu ekki nægar, því þær kæmu aldrei í veg fyrir öll umferðarslys.  Ummælunum má einnig líkja við ummæli ónefnds kaupfélagsstjóra, einhvers staðar á landsbyggðinni, sem að sagði að það þýddi ekkert að vera alltaf að panta þessa fjandans vöru því hún seldist alltaf upp.

 Það er kannski óhófleg bjartsýni, en ég ætla rétt að vona að ráðherrann geri sér grein fyrir því að hækkun bóta, bætir lífskjör þeirra sem þeirra ,,njóta", í það minnsta milli þess sem óvænt útgjöld verða.  Einnig mætti þá ætla að líkurnar á óvæntum útgjöldum, vegna sjúkdóma myndi fækka, enda er það staðreynd að stór hluti öryrkja þarf að neita sér um þau lífsgæði, sem flestum þykir sjálfsögð, eins og um mat og í sumum tilfellum um þau lyf, sem þeir þurfa að taka til þess að halda sínum veikindum niðri. 

Einnig gerðu hærri bætur öryrkjum og öðrum bótaþegum, kleift að njóta ennfrekar samneytis við fólk, þar sem margir þeirra gætu án efa leyft sér að sækja fleiri menningarviðburði, eða þá bara skella sér í bíó, sem eru jú kannski ekki stór atriði, þannig séð, en gera öyrkjum og öðrum bótaþegum, eflaust mun meira gott, en fólki sem lítur á bíóferð eða ferð á menningarviðburði sem sjálfsagðan hlut.

 Það vita það allir sem það vilja vita að hækkun bóta er engin allsherjarlausn.  En slík aðgerð er engu að síður aðgerð sem bætir hag flestra bótaþega og lyftir þeirra lífsgæðum upp.  Í kjölfar ákvörðunar um hækkun bóta, þyrfti því að hefja vinnu við að finna út leiðir til að gera því fólki sem verður fyrir óvæntum útgjöldum, lífið bærilegra, sé þess nokkur kostur. 


mbl.is Ekki nóg að hækka bæturnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband