Leita í fréttum mbl.is

Ráðuneytisstjórinn illa upplýstur???

Það var óhuggnalegt að hlusta á ráðneytisstjóra Fjármálaráðuneytis og samninganefndarmann lýsa Icesavesamningunum í sjónvarpsfréttum RÚV, sem samningum um vexti, vegna þess fjárhagslega tjóns sem Bretar og Hollendingar urðu fyrir þegar þeir ákváðu upp á sitt einsdæmi, að greiða þessar Icesaveinnistæður út, til þess að forða eigin bönkum og eflaust líka evrópskum frá áhlaupi.  Þrotabúið stæði líklega undir kröfunum og því væri þetta bara samningur um vexti.  

Annað hvort var maðurinn vísvitandi að ljúga, eða þá að hann hefur ekki verið meðvitaður um hvað var að gerast á þessum samningafundum.  Aðalatriði samningana hlýtur að vera það að það er islensk ríkisábyrgð á kröfunum úr þrotabúinu.  Standi þrotabúið ekki undir kröfunum, annað hvort vegna þess að heimtur verði minni, eða þá að neyðarlögunum verði hnekkt fyrir dómi, þá lendir sá kostnaður íslenskum skattgreiðendum.   Sá kostnaður getur orðið allt að 1200 milljarðar, eftir því hvað gerist, hvort heimturnar verði ónógar eða þá að neyðarlögunum verði hnekkt.   

 Bretar og Hollendingar höfnuðu því að fá vextina greidda eða nærri þá upphæð, fyrirfram ásamt heimtum úr búinu, eins og reyndar hefur verið gert ráðfyrir frá setningu neyðarlaganna, gegn því að falla frá íslenskri ríkisábyrgð á kröfurnar úr þrotabúinu.   Sú staðreynd, ein og sér, nægir til þess að skilja það að ríkisábyrgðin er það sem skiptir máli í þessum samningi og tilvist hennar ætti að nægja öllu sæmilega þenkjandi og betur þenkjandi fólki, til þess að mæta á kjörstað þann 9. apríl nk. og segja hátt og snjallt nei við Icesave.


mbl.is Íslenskir dómstólar hafa lokaorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

       Einmitt Nei og aftur nei.

Helga Kristjánsdóttir, 7.3.2011 kl. 01:11

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Það er auðvitað taktík að gera þetta eins flókið og vitlaust eins og hægt er svo "venjulegt" fólk nenni ekki að pæla í þessu og sitji heima 9. apríl.

Auðvitað er málið bara ríkisábyrgð og ekkert annað. Því skyldu þeir heimta ríkisábyrgð á einhverja vexti þegar þeir geta fengið nánast allt úr þrotabúinu. Hann var ekki trúverðugur þessi ráðuneytisstjóri þar er ég sammála þér. Kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.3.2011 kl. 09:14

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það var fleira í þessari "fréttaskýringu" sem orkaði tvímælis. Það var einnig rætt við fulltrúa frá seðlabankanum sem fullyrti að 25% fall krónunnar muni ekki hækka reikninginn nema upp í rúma 100 miljarða. Þetta stangast algerlega á við skýrslu GAMMA um samninginn, einu skýrslunni sem unnin hefur verið af óhlutdrægum aðilum.

Önnur "fréttaskýring" var hjá RUV fyrir helgi, þar sem rætt var um hvaða áhrif það hefði á samninginn ef fyrsta greiðsla af höfuðstól breyttist. Þar var sagt að ef fyrsta greiðsla drægist um sex mánuði muni vaxtagreiðslan hækka X mikið, en ef hins vegar greitt yrði sex mánuðum fyrr en fyrsti gjalddagi samningsins segði til um, myndi vaxtakostnaðurinn lækka um X tölu. Mikil sannindi sem hvert manns veit og þarf varla fréttaskýringu til.

Það sem er þó svívirðilegt í þessum málflutningi er að greiðslan af höfuðstólnum er úr þrotabúinu, mörg dómsmál eru í gangi gegn því og ekki enn farið að dæma í neinu þeirra í héraðsdómi. Þá má gera ráð fyrir að einhverjir láti reyna á sín mál fyrir hæstarétti. Þetta verður allt að afgreiðast áður en hægt er að greiða úr þrotabúinu. Ekki kom þetta fram í "fréttaskýringunni".

Önnur og verri svívirða var að fyrsta greiðsla af höfuðstól er, samkvæmt samningnum, 1. júni í ár. Því er ekki með nokkru móti hægt að greiða sex mánuðum fyrr!! Sama hver vilji manna er!!

Þetta eru vinnubrögð fréttastofu RUV. "Fréttaskýringar" eru matreiddar og engu skiptir sannleikur eða staðreyndir. Það er sagt sem segja þarf til að reyna að fá fólk til að trúa "hinum eina rétta sannleik".

Val fréttastofunar á viðmælendum miðar einnig að því einu, að koma "réttum boðskap" til þjóðarinnar!

Gunnar Heiðarsson, 7.3.2011 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband