Leita í fréttum mbl.is

Gleymdur ,,punktur" í rökstuðningi forsetans.!

  Það er löngu vitað að heift, slævir dómgreind manna og athygli.

 Ég hef ekki séð neinn þann, sem gagnrýnir rök forsetans, um að synja Icesavelögunum staðfestingar, gagnrýna ,,öll" rökin, heldur bara hluta þeirra og sleppa þess vegna því sem líklega hefur ráðið þar úrslitum í ákvörðun forsetans.

 Í yfirlýsingu sinni á sunnudaginn, sagði Ólafur sem að var og er óumdeilt að nýi samningurinn er betri þeim fyrri.  Enda illmögulegt, að gera verri samning en þann sem sparkaði Versalasamningunum úr efsta sæti yfir, verstu samninga allra tíma.  Svo benti hann á að vissulega væri aukinn meirihluti á þingi fyrir samningnum og allt það.  Og enn héldu allir þræðinum.

 En þegar forsetinn fór að tala um þjóðaratkvæðið í fyrra og úrslit þess, ásamt þar sem hann talaði um að þegar forsetinn synjar lögum staðfestingar, þá sé þjóðin í rauninni virkjað sem annað og endanlegt löggjafarvald, þá er eins og menn almennt hafi hætt að hlusta eða tapað athyglinni.

Svo benti forsetinn á hið augljósa, að þingið hefði ekki endurnýjað umboð sitt, síðan síðast samningur var felldur.   

 Síðan kom forsetinn að lyklinum að niðurstöðu sinni: Að að vegna aukins meirihluta í þinginu  fyrir málinu, hefði mátt láta kjurrt liggja og staðfesta lögin, hefði hluti þeirrar þjóðar er hafði þetta svokallaða annað löggjafarvald ekki andæft nýju samningunum og krafist þjóðaratkvæðis.

  Án þessa síðast talda, hefði að öllum líkindum, forsetinn staðfest lögin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Forsetinn benti réttilega á að þingið hefði ekki endurnýjað umboð sitt síðan í fyrra, en svona upp á grínið má bæta því við að hann hefur ekki gert það heldur sjálfur.

Svo má einnig benda á að hann vísar svo málinu til sömu þjóðarinnar og áður, án þess að hún hafi nokkuð endurnýjast.

Í þessu ljósi hefði líklega verið réttast að vísa málinu til einhverrar annarar þjóðar, t.d. færeyinga.

En, í alvöru talað, þá vóg það líka þungt í röksemdum forsetans, að afar lítill munur var í atkvæðagreiðslu þingsins um hvort vísa skyldi málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Oft hefur verið talað um að rétt væri að setja í stjórnarskrána að þriðjungur þingmanna gæti vísað málum til þjóðarinnar. Í þessu tilfelli vildi tæpur helmingur þingmanna vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu og það var eitt af þeim atriðum sem Ólafur vísaði til, við afgreiðslu sína á málinu.

Axel Jóhann Axelsson, 23.2.2011 kl. 21:53

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Nærri helmings fylgi við þjóðaratkvæði í þinginu, bakkaði jú vel upp ákvörðunina ásamt því að hluti þjóðarinnar krafðist þess að forsetinn vísaði lögunum til þjóðarinnar.

 Það má líka alveg ræða það, hvort við ættum að fara að dæmi annarra þjóða og skilgreina þau mál sem tæk eru í þjóðaratkvæði.  Það er hins vegar verkefni morgundagsins. Verkefni dagsins í dag er að vinna úr þeirri stöðu sem komin er vegna núgildandi stjórnskipunnar.

Þetta er sú stjórnskipun sem við höfum í dag og þess vegna ekkert athugavert við það, í sjálfu sér, að ákvæðum hennar sé beitt, þó einhverjum finnist þær gamaldags. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.2.2011 kl. 22:32

3 identicon

Eitt er það sem forsetinn minntist ekki á og það er hvaða traust þjóin ber til þingsins. Ætli hann hafi ekki horft til þess líka þó hann hafi ekki, þingmannanna vegna, dregið það sérstaklega fram. Ég held að magrir þeirra eigi ekkert erindi á þessa samkomu og rekist áfram eftir vilja formanna flokkanna án nokkurrar skoðunar eða eigin sannfæringar.  

Björn H (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 07:16

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2011 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband