Leita í fréttum mbl.is

Er þeim treystandi til að tjá sig á faglegan og hlutlausan hátt um Icesave III?

 Ég vil byrja á því, áður en lengra er haldið, að geta þess að ég er ekki að ráðast á persónur þeirra Lee Buccheit og Lárusar Blöndal, þó ég skrifi eftirfarandi orð.

Flestir þeirra er tjáð sig hafa um, á hvaða hátt umræðunni um Icesave III fram að þjóðaratkvæði skuli háttað, eru sammála um að sú umræða eigi að vera heiðarleg, sanngjörn og án upphrópana.

Það hlýtur líka að vera spurning, á hversu faglegan hátt, þeir Lee Buccheit og Lárus Blöndal tjá sig um samninginn.   Þeir voru eingöngu ráðnir til þess að ná sem ,,bestum" samningum í deilunni. 

Samningaviðræðum  lauk á þennan hátt, því íslensk stjórnvöld gáfu grænt ljós á að ljúka viðræðum á þessum tímapunkti.   Annars sætu þeir eflaust enn að karpi við Breta og Hollendinga.

Það væri því varla við hæfi að þeir myndu segja að það hefði verið hægt að ná betri samningum en þessum, því annars hefðu þeir ekki komið heim þessa samninga.

Eins væri það engan vegin við hæfi, að þeir sögðu, nýkomnir heim með samninginn, að yfirgnæfandi líkur væru á góðri útkomu í dómsmáli, enda væru þeir þá að segja, að teldu að betur hefði verið heima setið og beðið stefnunar, en að fara í þessar samningaviðræður.

 Þeir tveir eru engu að síður mjög góðir lögmenn og eflaust með þeim bestu á sínu sviði.  En það verður samt sem áður að taka tillit til þess, að þeir voru ráðnir  til að skila samningi í hús.   Þeir gætu því aldrei tjáð sig um samninginn á þann hátt , þó þeir vildu, að þeim finndist hann ekki nógu góður, eða þá að meiri líkur en minni á því að málið ynnist fyrir dómstólum, þá væru þeir ekki að sinna því starfi sem þeir voru ráðnir til.

 


mbl.is Erindi Buchheits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hárrétt athugað.

Hrannar Baldursson, 22.2.2011 kl. 22:28

2 identicon

Marg bent á þetta. Góður pistill.

Kveðja

Sigurður Hjaltested (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 09:00

3 identicon

Mér hefur nú ekki fundist þeir vera að taka afstöðu heldur verið að skýra samninginn. Betra að þeir séu að skýra þetta heldur en stjórnmálamenn. Þeir sem sátu í samninganefndinni hafa verið í fleiri mánuði að kafa ofan í þetta mál og gögn því tengdu og þekkja því alla þætti samningsins mjög vel. Mér fannst t.d. þátturinn á ÍNN í gær með Lárusi mjög gagnlegur. Þar kom margt fram sem ég hef ekki heyrt áður.

Helga (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 12:41

4 Smámynd: Benedikta E

Þeir eru báðir vanhæfir til frekari útlistinga - þeir gera ekki annað en að tala fyrir sínum verkum - Icesave III - og verja þá hraksmán - eftir nótum Steingríms og Jóhönnu.

Hver vill borga fyrir gullát bankaræningja með óútfylltum tjekka sem gildir til ársins 2046 ? - Þeir sem segja já við Icesave III...........................

Benedikta E, 23.2.2011 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband