Leita í fréttum mbl.is

Kosningarnar verða þá varla innan tveggja mánuða.

Ég er í sjálfu sér fylgjandi því að samhliða Icesavekosningum, verði stjórnlagaþingskosningarnar endurteknar.  Ég er hins vegar á því að þá verði að líða í það minnsta tveir mánuðir, fram að þeim kosningum.

 Eins og fólk eflaust man eftir, þá sagði landskjörstjórn af sér í kjölfar ógildingar Hæstaréttar á stjórnlagaþingskosningunum.  Það er því engin landskjörstjórn starfandi í landinu og svo verður þangað til Alþingi kýs nýja landskjörstjórn.

 Af þeim sökum er þessi mánuður sem Jóhanna og þá væntanlega ríkisstjórnin vill gefa sér fram að kosningunum , of skammur tími. 

 Fyrir utan það augljósa að Alþingi þarf að afgreiða lög um þjóðaratkvæðið og kjósa nýja landskjörstjórn, þarf að breyta þeim kafla lagana um stjórnlagaþing, sem fjalla um kosningu til þess.  

Það er alveg ljóst að þar sem Icesave, yrði einnig undir í þeim kosningum, að þær aðferðir sem stjórnvöld settu upp við stjórnlagaþingskosningarnar, til þess að þær gengju hratt og vel fyrir sig, duga engan vegin, þar sem eflaust munu rúmlega tvöfallt fleiri taka þátt í þessum kosningum, en þeim fyrri.

 Það þurfti því með öðrum orðum að endurskipuleggja framkvæmd stjórnlagaþingskosningana frá grunni, til þess að komast hjá algjörum glundroða á kjörstað, því að það er nánast öruggt að kjörsókn gæti orðið + - 80%.

 Að ætla sér það að framkvæma allt ofantalið á einum mánuði er bara ávísun á enn eitt klúður mistakastjórnarinnar.


mbl.is Tvöfaldar kosningar hugsanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Dettur þér virkilega í hug að eitthvað sem ríkisstjórnin ætlar að gera, eða gerir, klúðrist ekki?

Axel Jóhann Axelsson, 20.2.2011 kl. 20:57

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Nei mér svosem dettur það ekki í hug, Axel.  Þessu er í rauninni klúðrað strax í umræðunni, með því að segja að kjósa eigi um Icesave eftir mánuð og á stjórnlagaþingið um leið.

Kristinn Karl Brynjarsson, 20.2.2011 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband