17.2.2011 | 08:16
Samfylkingin og þjóðaratkvæði.
,,Nei-ið" sitt í atkvæðagreiðslunni um það að senda Icesave III í þjóðaratkvæðagreiðslu, skýrði Ólína Þorvarðardóttir með því, að þjóðaratkvæði ætti eingöngu að vera um stefnumarkandi mál, en ekki úrlausnarefni. Icesave væri úrlausnarefni. Nú er það svo að skrifi forsetinn undir lögin og þau öðlast varanlegt gildi, þá eru meiri líkur en meiri að afleiðingar þess samnings, leiði til nýrrar stefnumörkunar, varðandi skatta og niðurskurðar á velferðarkerfinu.
Þessir rúmlega 50 milljarðar sem greiða á í vexti næstu fimm árin, miðað við skástu sviðsmyndina, detta ekki af himnum ofan, heldur verða þeir peningar sóttir í vasa skattgreiðenda og með sársaukafullum og blóðugum niðurskurði á velferðarkerfinu.
Þann 16. júlí 2009, þegar greidd voru atkvæði á Alþingi um ESB-umsóknina, þá sagði Ólína og aðrir samfylkingarþingmenn, einnig ,,nei " þegar greidd voru atkvæði um hvort þjóðin fengi að kjósa um hvort farið væri í þá vegferð.
Talandi um stefnumarkandi mál, þá getur ekkert verið jafn stefnumarkandi fyrir nokkra þjóð, en það að aðlaga stjórnsýslu hennar og lagaumhverfi algerlega að alþjóðastofnun og afsala fullveldi sínu, þó ekki sé nema að hluta til, til þeirrar sömu alþjóðastofnunar.
Það er því alveg ljóst, að Samfylkingin vill ekki heyra minnst á þjóðaratkvæði um mál, þar sem hætt er við að stefna flokksins verði undir, þegar þjóðin hefur kveðið upp sinn dóm.
Forsetinn fékk frumvarpið í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HÉRNA er hægt að lesa pistil sem Jóhanna Sigurðardóttir birti á vef Alþingis þann 29. desember 1998, þá í stjórnarandstöðu.
Eitthvað hefur máðst yfir stefnu Samfylkingarinnar varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur eftir að flokkurinn komst í ríkisstjórn.
Axel Jóhann Axelsson, 17.2.2011 kl. 09:10
Sérstaklega er niðurlag pistilsins áhugavert, en það hljóðar svona:
"Fyllilega getur komið til greina að afnema þenna rétt forseta lýðveldisins en heimila þess í stað þjóðaratkvæðagreiðslu,. Það ætti að vera óþarft eða a.m.k. ekki eins mikil ástæða til þeirrar heimildar ef opnaðist fyrir þann lýðræðislega rétt fólksins að stór mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu ef fimmtungur kosningarbærra manna óskar þess.
Ljóst er af umræðum á þessu kjörtímabili um þetta frumvarp að stjórnarflokkarnir hafa lítinn áhuga á að tryggja fólkinu þann rétt sem felst í heimild til þjóðaratkvæðagreiðslu. Aftur á móti er þetta mál að finna í málaskrá samfylkingarinnar, sem eitt af mörgum framsæknum málum sem samfylkingin mun beita sér fyrir."
Núna var róinn lífróður til að koma Icesave III í gegnum þingið og til undirritunar forsetans áður en næðist að safna undirskriftum fimmtungs kjósenda, eins og hún vildi í þá daga að gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu.
Axel Jóhann Axelsson, 17.2.2011 kl. 09:16
Já, ´lýðræðissinnarnir´ í Samfylkingunni segja ALLTAF NEI þegar kemur að spurningunni og tillögum um þjóðaratkvæði. Samfylkingin er og hefur verið STÓRHÆTTULEGUR flokkur sem við megum ekki líða lengur. Við verðum ekki fjárhagslega sjálfstæð með þann flokk nálægt stjórnun og verðum ekki einu sinni sjálfstætt ríki.
Það var grátlegt að hlusta á Sigmund Davíð Gunnlaugsson ætla að rökræða við Oddný Harðardóttur í Kastljósi í gærkvöldi og enn verra hvað stjórnandi RUV (Þóra) virtist ekkert skilja rökin hans né vita neitt umfram fárfróða Samfylkinguna um ólögmæti ICESAVE og þrætti við hann.
Elle_, 17.2.2011 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.