15.2.2011 | 21:00
Núna er það ,,dómstólagrýlan" !!
Í kringum fyrri umræður um Icesave voru kallaðir til svokallaðir fræðimenn ofan úr háskóla, til þess knýja á um nauðsyn þess, að íslenskir skattgreiðendur taki á sig og löglausar Icesavekröfur Breta og Hollendinga.
Máli sínu til stuðnings notuðu þessir fræðimenn ,,grýlur" til þess að hræða fólk til fylgislags við Icesaveánauðina. Grýlur þessar voru þá: Einangrunnar-grýlan, Kúbu-grýlan, Norður -Kóreu-grýlan að ógleymdri Hrun-grýlunni, leggðust Íslendingar ekki marflatir fyrir löglausum kröfum Breta og Hollendinga, vegna kostnaðar sem þeir lögðu í til að bjarga eigin bönkum frá áhlaupi.
Engin ofangreindra ,,grýlna" náði að hræða þjóðina og eru þær því allar ónothæfar í þessari umferð af Icesave. Er þá gripið til þess að trana fram svokallaðri ,,Dómstóla-grýlu" í sama tilgangi og hinum ,,grýlunum" var ætlað að þjóna.
Hins vegar verður það að teljast nokkuð öruggt að synjun á Icesave, þýðir ekki endilega dómstólaleiðina, nema við sjálf ákveðum að fara hana.
Hver sem niðurstaða dómsmáls fyrir viðsemjendur okkar yrði, sigur eða tap, þá er vart munur á því, hvor niðurstaðan kæmi sér verr fyrir þá. Afleiðingar taps, eru nokkuð augljósar og þarfnast ekki frekari útskýringa. Afleiðingar sigurs yrðu hins vegar þær, að þvíngaðar yrðu fram með dómi, sem eflaust hefði fordæmisgildi á evrópska efnahagssvæðinu, um ríkisábyrgðir á innistæðutryggingum einkabanka. Yrði það niðurstaðan, þá efast ég um að ESB og aðildarþjóðir sambandsins, vilji hugsa þá hugsun til enda.
Synjun á Icesave, myndi því nær örugglega þýða það, að málið stæði bara óleyst í einhvern ákveðinn tíma. Eða þangað til að viðsemjendur okkar fá leið á suðinu í Steingrími um að hefja viðræður að nýju.
Hvað meintan fjármögnunarvanda þjóðarinnar, vegna þeirra aðstæðna, má benda á að það eru fleiri bankar í heiminum en Evrópski og Norræni fjárfestingarbankarnir, bankar sem tóku málstað Breta og Hollendinga í deilunni og beittu sér því gegn okkur og synjuðu öllum lánabeiðnum okkar.
Komi fram fjárfestingar, sem eitthvað vit er í, þá á ekki að vera nokkuð vesen að fjármagna slíkt, enda leita fjárfestar að arðbærum fjárfestingum.
Það er hins vegar meiri óvissa um fjárfestingar hér á landi, á meðan stjórnvöld leggja sig fram um að hindra á einn eða annan hátt, möguleikan á nýjum fjárfestingum. Hvort sem þau geri slíkt með lögbrotum eða þá með því að draga lappirnar varðandi atvinnuuppbyggingu í landinu, líkt og þau hafa gert undanfarin tvö ár.
Kosið verði um ríkisábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.