Leita í fréttum mbl.is

Englandsbanki og ,,Mávurinn" í Svörtuloftum.

Haustið 2008, skömmu eftir hrun, átti sér stað símtal milli þeirra Davíðs Oddssonar, þáverandi Seðlabankastjóra og Melvyns Kings, bankastjóra Englandsbanka. 

Í því símtali fullyrti Melvyn að Bretar myndu ekki krefjast þess að íslenska ríkið endurgreiddi breska ríkinu það fé sem breska ríkið lagði út vegna innistæðna á Icesave-reikningum Landsbankans, enda lagði breska ríkið það ekki út af greiðasemi við Íslendinga, heldur til að afstýra áhlaupi á breska banka.  Fastlega má reikna með því, að sömu ástæður hafi legið að baki því, að Hollendingar gerðu slíkt hið sama, þ.e. lagt út fé hollenskum Icesavereikningshöfum til handa, til þess að afstýra hlaupi á hollenska banka.

 Var þetta símtal tekið upp og á upptakan af því að liggja í Seðlabankanum.  En þegar Icesave II var í algleymingi og Utanríkismálanefnd Alþingis bað um aðgang af upptökunum, var beiðni um afrit af upptökunni synjað af Má Guðmundssyni, sem þá var orðinn Seðlabankastjóri. Ástæðan sem að Már gaf fyrir synjuninni var sú að hann hefði ekki samþykki Englandsbanka fyrir því að láta af hendi afrit af upptökunni.

 Nú er varla hægt að gera ráð fyrir öðru en  að Englandsbanki hafi  í framhaldinu, verið spurður leyfis vegna upptökunnar.   Eina ástæða þess að ekki hafi verið gengið lengra til þess að fá aðgang að upptökunum, eftir synjun Más sé svo raunin, er þá einfaldlega sú að stjórnvöld og aðrir í Bretavinnunni, hafi einsett sér  að fá að borga í það minnsta 400 milljörðum meira en Icesave III kveður á um.  

Tölur stjórnvalda um eitthvað lægri upphæð en 400 milljarða, standast ekki skoðun, enda varla við því að búast að t.d. gengisþróunin hefði verið okkur í hag, hefðu stjórnvöld borgað nærri 100 milljarða í vexti árið 2010, eins og Icesave II kvað á um.

 Hafi Már hins vegar spurt Englandsbanka um leyfi fyrir því að láta af hendi afrit af upptökunni og fengið synjun, þá skuldar Már íslensku þjóðinni skýringu á því, hvers  vegna honum hafi verið neitað um birtingu á afritinu. 

 Kannski hefur bara ástæðan verið sú, eins og Már gaf í skyn er launamál hans voru algleymingi, að manni sem skömmtuð er slík hungurlús, er laun hans eru eða voru í það minnsta þá, sé ekki sýnd virðing í alþjóðlega seðlabankaheiminum.  Hann hafi af þeim sökum ekki verið virtur viðlits er hann bar upp erindið við Englandsbanka.

 Þetta símtal er nú ekki eins og tveggja manna tal um veðrið eða daginn og veginn, heldur er þetta símtal lykill að vörn, þess hluta íslensku þjóðarinnar, sem aftekur með öllu að gangast við ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga í Icesacedeilunni. 

En eins og Bretavinnugengið hefur látið, síðan snemmsumars 2009, er Svavar Gestsson nennti ekki þessu samningakarpi lengur og kom heim með hinn arfaslaka og þjóðhættulega Icesave I samning, þá má vel ímynda sér að sá flokkur manna er telst til áðurnefnds gengis vilji helst að upptaka þessi komi aldrei fram og verði helst eytt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband