20.12.2010 | 20:58
Villikettir, heimiliskettir og sameiginlegur óvinur þeirra.
Ólíklegt verður að teljast að ólátabelgirinir í þingflokki Vg. felli stjórnina með atkvæðum sínum, í það minnsta viljandi. Heimiliskettir og villikettir í Vg. eiga sameiginlegan óvin. Hatur þeirra á þeim óvini, forðar ólátabelgjunum frá því að haga atkvæðum sínum á þann hátt að ríkisstjórnin lendi í minnihluta. Atkvæðahönnun ólátabelgjana í Icesaveatkvæðagreiðslunni, 30 des. í fyrra, er gott dæmi um slíka hönnun.
Ögmundur hefur lýst því yfir, að þrátt fyrir andstöðu við samninginn, hafi ekki verið hægt að greiða atkvæði á þann hátt, að ríkisstjórnin yrði undir. Með öðrum orðum, þá gátu ekki allir þingmenn Vg. er voru samningnum andvígir, greitt atkvæði gegn samningnum, því þá hefði stjórnin fallið.
Í Icesaveatkvæðinu, greiddu Ásmundur og Guðfríður Lilja atkvæði með samningnum, þrátt fyrir andstöðu sína við samninginn, af því þau töldu að málið ætti að fara til þjóðarinnar og greiddu því atkvæði með tillögu um þjóðaratkvæði, sem borin var upp í kjölfarið á atkvæðagreiðslunni um Icesave. Var ,,lýðræðisástarfrasinn", sem þingmenn Vg. nota gjarnan, til þess að réttlæta fylgni sína við ESB-umsókn andstætt stefnu flokksins, notaður í tilfelli Ásmundar og Guðfríðar Lilju.
Ögmundur og Lilja Mós, greiddu hins vegar atkvæði, gegn samningnum og þjóðaratkvæðinu. Ögmundur skoraði hins vegar á forsetann, að taka þá ákvörðun sem hann og Lilja lögðu ekki í að taka, með því að vísa málinu til þjóðarinnar. Það hlýtur að teljast til tíðinda í sögu lýðveldisins, að þingmenn, hvetji forseta þess til þess að taka ákvörðun, sem þeir sjálfir hafa hvorki kjark né þor, til að taka.
Hefði ,,óvinaforsendan" ekki verið fyrir hendi og/eða líkur á falli ríkisstjórnar hefði samningurinn verið felldur í þinginu, þá hefðu eingöngu 31 sagt já, en 32 nei í atkvæðagreiðslunni um samninginn.
Atkvæðatölur við þjóðaratkvæðinu hefðu þá verið, 32 já gegn 31 nei.
Hins vegar náði vilji ríkisstjórnarinnar fram að ganga í báðum atkvæðagreiðslum, 33-30, ríkisstjórn í vil.
Atkvæðatölur við þjóðaratkvæðinu hefðu þá verið, 32 já gegn 31 nei.
Hins vegar náði vilji ríkisstjórnarinnar fram að ganga í báðum atkvæðagreiðslum, 33-30, ríkisstjórn í vil.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.