Leita í fréttum mbl.is

Lin dekk og flókin staða.

Samkvæmt frétt á pressan.is , þá voru þeir Róbert Marshall, Samfylkingu og Árni Þór Sigurðsson Vinstri grænum í viðtali í Íslandi í dag, á Stöð 2 í kvöld.  Þar bar auðvitað á góma ,,hjáseta" þremmingana í Vg. við afgreiðslu fjárlaga.

 Róbert komst svo að orði, að það væri frekar línt í einu af dekkjum ríkisstjórnarinnar, auk þess sem að varla væri hægt að líta lengur á þau þrjú sem hluta stjórnarliðsins á þingi.   Árni Þór sagði hins vegar að staðan væri flókin.

 Vitað var um leið er fjárlögin voru lögð fram, að ekki væri það sjálfgefið, að þau hefðu þingmeirihluta.  Reyndar var það vitað meðal þeirra er unnu að fjárlögunum, að nær ógerlegt yrði við óbreytta ráðherraskipan að koma þeim í gegum þingið.  Líklegast var eina vonin sú, að fækka um einn í órólegu deild Vinstri grænna, með því að kippa Ögmundi aftur að ríkisstjórnarborðinu, á kostnað Álfheiðar Ingadóttur. 

Reyndar var það nú sú skýring sem Álfheiður gaf fyrir því að hún hefði þurft að víkja fyrir Ögmundi sú, að koma hefði Ögmundi aftur að ríkisstjórnarborðinu, til þess að væntanleg fjárlög yrðu samþykkt í þinginu. 

 Þó svo að hjáseta þeirra þriggja, veiki vissulega liðsheild stjórnarliðsins, þá er þó enn naumur stjórnarmeirihluti í þinginu og lítil sem engin hætta á því, að þremenningarnir geri eitthvað sem fellt geti stjórnina, í það minnsta ekki viljandi.  Enda benda yfirlýsingar þeirra þriggja til þess, að þau muni verja ríkisstjórnina vantrausti, hvað sem á dynji. Það er því líklegra en ekki að einhverjir smáskjálftar eigi sér stað á stjórnarheimilinu, á komandi vikum fremur en stjórnarsamstarfið sem slíkt, verði í einhverri stórhættu.  

 Þessi flókna staða sem Árni Þór segist sjá í kortunum, hlýtur að vera sú staða sem þremenningarnir eru búnir að koma sér sjálfum í, þ.e. að réttlæta fyrir baklandi sínu, þingi og þjóð, stuðning sinn við ríkisstjórn, en  treysta sér þó ekki til að styðja það grundvallarplagg í stefnu stjórnarinnar, sem fjárlögin eru. 

 Eins gæti þessi flókna staða sem Árni sér í kortunum, stafað af því að kannski er hann farinn að rýna fram í tímann, til þeirrar stundar, er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, einn ólátabelgurinn úr þingliði Vinstri grænna, kemur úr fæðingarorlofi.  Hann hlýtur að velta því fyrir sér, hvort Guðfríður, fylgi Ögmundi að málum, eins og hún hefur gert í flestu, hingað til og hætti í andófsliði ólátabelgjana eða ekki.   

Einnig gæti Árni verið að líta til þess, að seint í vetur eða næsta vor, mun Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, hverfa úr ríkisstjórn og fara í barneignarleyfi. 

Þá gæti sú staða komið upp, að þurft gæti að bjóða einhverjum þremenningana embætti Katrínar, til þess að fækka enn í uppreisnarliðinu, eða þá koma Jóni Bjarnasyni þar fyrir, fari svo að áform Samfylkingar um eitt atvinnuvegaráðuneyti, til þess að flýta aðlögunnarferlinu að ESB- aðild, verði að veruleika.  Enda myndi það að gera Jón Bjarnason aftur að óbreyttum þingmanni, þýða það, ólátabelgjum í þingliði Vg. myndi bara fjölga. 

 Hvað sem hverju líður og hverjar hrókeringar verða, að hvort að hrókeringar verði í gangi eður ei, þá mun þó líklegast stjórnin slefa áfram næstu misserin, þó svo það kosti eflaust aukasnúning í spunadeildum stjórnarflokkana og meiri annir hinna svokölluðu ,,óháðu faglegu" álitsgjafa neðan úr Háskóla, við að gefa ,,óháð og fagleg" álit um stöðu mála, lífslíkur ríkisstjórnar og fleira í þeim dúr.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband