Leita í fréttum mbl.is

Icesave var afgreitt í sátt 6. mars sl........

og var afgreitt á þann hátt að yfir 90% þeirra sem ekki hlýddu heimsetukvaðningu Jóhönnu og mættu á kjörstað, höfnuðu því að íslenskir skattgreiðendur, ábyrgðust skuldir einkabanka.  Sú staða hefur ekkert breyst, jafnvel þó nýr samningur á gamla grunninum liggi fyrir.  Nýji samningurinn er nefnilega að stórum hluta, eins efnislega og sá gamli.  Þetta er í raun gamli samningurinn, með breyttum vaxtakjörum.

 Líklegast fer það nú svo að stjórnarandstaðan og líklegast einhverjir þeirra órólegu í Vg. greiði atkvæði gegn samningnum, þó vissulega verði ,,passað" upp á það, að of margir órólegir greiði atkvæði gegn samningunum, því þá er einboðið að Alþingi felli þá. 

Það er því spurning, hvort að það verði komin óregla á skrifborð  Atla Gíslasonar og hann fari í leyfi frá þinginu, til þess eins að taka til á skrifborðinu, fljótlega upp úr áramótum.  Nokkuð ljóst verður þó að telja, að verði þingflokkur Vg. ekki búinn að kjósa einhvern í staðinn í fjárlaganefnd, fyrir Ásmund Daða sem þar situr nú, þá gæti Ásmundur ,, þurft" að skrópa á fundi nefndarinnar og senda í sinn stað, einhvern Steingrímshollan á fundinn, sem Icesave verður afgreitt úr nefndinni.  Að öðrum kosti, verður ekki mögulegt að afgreiða málið út úr nefndinni á þann hátt, sem er þeim Steingrími og Jóhönnu þóknanlegur.

 Það er samt alveg borðleggjandi, að fái þjóðin ekki að segja síðasta orðið, varðandi þennan samning, þá mun aldrei nást um hann sátt. Hvorki á Alþingi, eða meðal þjóðarinnar.

 


mbl.is Icesave verði afgreitt í sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það voru ekki bara 90% þeirra sem mættu kjörstað sem söguðu nei, heldur voru það jafnframt yfir 50% kosningabærra manna.

Mikilvægt að hafa það í huga, því þetta er ótvíræður meirihluti þjóðarinnar í skilningi reglna um kjörgengi.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.12.2010 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband