Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur, lýðræðið og þjóðin.

 Það hlýtur að vera svo að Steingrímur J. hefur skipt um skoðun, vegna þjóðaratkvæðagreiðslna. Því að:

,,Þrátt fyrir þingræðisskipulag okkar og þrátt fyrir mikilvægi þessarar stofnunar hér sem mér þykir vænt um og hef eytt miklum tíma á hennar vegum, stórum hluta ævi minnar, á ég í engum vandræðum með að þjóðin taki til sín og ákveði með lýðræðislegum hætti í almennum atkvæðagreiðslum mikilvæg mál eða að þjóðin taki í sínar eigin hendur að semja sér stjórnarskrá. Það er ekki í neinni mótsögn við þingræðis- og fulltrúalýðræðisfyrirkomulagið sem við búum við. Það er ekki þannig að lýðræðið megi bara vera virkt á fjögurra ára fresti, að það sé eitthvað að því að það sé virkt alla daga. Það er ósk fólksins í dag.“

- Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra 8. apríl 2009 um þjóðaratkvæðagreiðslur

 Steingrímur vill hins vegar forðast það eins og heitan eldinn að þjóðin fái aftur að eiga síðasta orðið varðandi Icesavesamning.  Í fyrra skiptið, þá taldi hann meðal annars að samningurinn væri of flókinn, til þess að þjóðin fattaði hann.

Steingrímur reyndi hins vegar ekkert til þess þá að skýra samninginn fyrir þjóðinni, heldur þuldi upp einhverja bölbænaþulu með Jóhönnu og fleirum úr Bretavinnunni, um það er gerast myndi ef þjóðin segði ,,nei" við samningnum. 

 Kannski að Steingrímur hafi bara ekki sjálfur skilið samninginn? Hver veit?

 Hvað núverandi samning, hvort hann sé flókinn eður ei, þá á slíkt ekki að koma í veg fyrir að þjóðin kjósi um hann. 

Steingrímur og hans fólk, verða þá bara að sannfæra þjóðina um ágæti hans ef að eitthvað er. Andstæðingar samningsins, gera svo sitt til að sannfæra þjóðina um að hafna samningnum.

  Þetta er víst gangur lýðræðisins, ef málum er vísað til þjóðarinnar, hvort sem það sé gert af þinginu eða forseta.

 


mbl.is Vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Maður veltur því óneitanlega fyrir sér hvort að stjórnarnadstöðu atvinnupólitíkusinn og jarðfræðingurinn, Steingrímur, hafi vit til þess að hafa skoðun á þessu máli. Ekki held ég að gráhærða og illa menntaða lesbían bæti þar mikið úr skák. Stjórnmálamenn Íslands eru lélegt jók, það er bara þannig.

Guðmundur Pétursson, 15.12.2010 kl. 05:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband