14.12.2010 | 18:07
Grasrótin verður að beygja sig, þegar Steingrímur blæs.
Alveg frá því að Steingrímur J. meldaði Vinstri grænt framboð til samstarfs í ríkisstjórn með Samfylkingunni, hafa verið ýmsar væringar innan Vinstri grænna. Sá hópur manna er hvað mest hefur sig frammi í þessum væringum, er kallaður órólega deildin. Sagt er að órólega deildin, sé nokkurs konar samviska grasrótar flokksins. Það er því alveg fastur passi, að þegar forysta Vg., að undirlagi Samfylkingar þarf að troða einhverju í gegnum þingið, er stendur gegn stefnu Vinstri grænna, þá rís órólega deildin upp á afturlappirnar.
Mesta og kannski eftirminnilegasta andóf órólegu deildarinnar, hefur líklegast verið vegna Icesave. Órólega deildin, líkt og þorri landsmanna þótt það ótækt með öllu að samþykkja síðasta Icesavesamning. Enda var það í besta falli galið, að samþykkja þann samning, sem hefði án efa kallað yfir okkur þjóðargjaldþrot. Aðeins synjun forsetans forðaði þjóðinni frá gjaldþroti.
Hins vegar kom babb í bátinn hjá órólegu deildinni, er greiða átti atkvæði um Icesave. Ekki gátu allir þeir órlegu greitt atkvæði gegn samningnum, því þá hefði ríkisstjórnin tapað í atkvæðagreiðslunni í þinginu. Hefði ríkisstjórnin tapað, þá hefði hún líklegast fallið einnig.En það lýsir kannski væntumþykju þeirra órólegu í Vg., gagnvart þjóð sinni, að hún mátt sko alveg verða gjaldþrota, svo lengi sem Vg. fengi að vera í stjórn.
Tókust þá samningar í þingflokki Vg. milli órólegu deildarinnar og forystunnar, tveir órólegir máttu greiða atkvæði gegn samningnum, gegn því að þeir segðu nei við tillögu um þjóðaratkvæði, sem einnig var borin upp. Hinum tveimur órólegu voru hins vegar nauðbeygðir til að samþykkja samninginn og mátti í þakklætisskyni fyrir það, segja já í atkvæðagreiðslunni um þjóðaratkvæðið. Það er einnig nokkuð ljóst, að hefði tillagan um þjóðaratkvæðið verið samþykkt, þá hefði stjórnin líka fallið, eða í það minnsta veikst verulega.
Nýjustu væringarar milli forystu Vg og órólegu deildarinnar, eru svo vegna fjárlagana. Reyndar svosem skiljanlegt að þeim órólegu lítist lítt á blikuna þar, enda niðurskurðaráformin þvílík í velferðarkerfinu að líkja má þeim við hryðjuverk. Það sem er kannski allra verst við þessi niðuráform er það, að sá sparnaður sem áætlaður er með þessu tilræði við velferðarkerfið, er bara brot af því sem áætlað var. Þar sem megnið af áætluðum sparnaði í heilbrigðiskerfinu, er ætlað var að ná með því að lama/loka heilbrigðistofnunum á landsbyggðinni fer í það að greiða fyrir sjúkraflutninga, frá þeim byggðalögum, er eftir standa með veika heilbrigðisþjónustu, til staða sem halda upp heilbrigðisþjónustu í viðunnarndi mynd. Það verður því miður aldrei svo, að fólk hætti að slasast og veikjast, við það að spítali eða heilbrigðistofun loki í byggðalaginu sem það býr í.
Hvort sem miklar breytingar verði á fjárlagafrumvarpinu milli annarar og þriðju umræðu í þinginu og hvort sem óámægja þeirra órólegu verður megn eða ekki, þá er það morgunljóst, að frumvarpið verður samþykkt endanum. Kannski fá einhverjir þeirra órólegu, að stunda ,,sýndarandóf" með hjásetu eða atkvæði gegn frumvarpinu, til þess að friða samvisku grasrótarinnar.
En það er hins vegar einnig morgunljóst, að hvað sem þeir órólegu segja, þá fella þeir aldrei frumvarpið, því að þá fella þeir einnig stjórnina. Því stjórn sem er í þeirra það mikilvæg að, tryggja verði henni völd, þó það kosti þjóðargjaldþrot vegna milliríkjasamning, lifir alveg arfaslakt fjárlagafrumvarp af.
Einhvern tíman var ritað í bók að: ,,Grasið verður að beyja sig, þegar vindurinn blæs". Eftir að það orðatiltæki, hefur verið fært til nútímans og staðfært, þá hljómar það svona: ,, Grasrótin verður að beygja sig, þegar Steingrímur blæs".
Mikil átök hjá VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.