Leita í fréttum mbl.is

Að hafa eða ekki vit á samningum og afleiðingum þeirra.

Þegar það kom til tals á sínum tíma að Svavars/Indriðasamningarnir færu í þjóðaratkvæði, þá létu Steingrímur, Jóhanna og meðhlauparar þeirra í Bretavinnunni hafa það eftir sér, að samningarnir væri það viðamiklir og flóknir, að það væri ekki á færi almennings að vega þá og meta og taka ákvörðun varðandi þá í framhaldinu.

 Nú hefur það hins vegar komið í ljós, að þeir samningar, sem Steingrímur, Jóhanna og meðhlauparar þeirra í Bretavinnunni, börðu með ofbeldi og hótunum í gegnum þingið, hefðu hæglega getað valdið þjóðargjaldþroti.

Það varð samt svo að forsetinn stóð vaktina, hafði vit fyrir Bretavinnugenginu og tók fram fyrir hendurnar á því, með því að synja samningunum staðfestingar.  Hafði forsetinn litlar þakkir fyrir frá Bretavinnugenginu og strax eftir að forsetinn tilkynnti um synjun sína, þá var haldinn blaðamannafundur í gamla fangelsinu við Lækjartorg.  Á þeim fundi, spáðu forsprakkar Bretavinnugengisins, Steingrímur og Jóhanna hinum verstu harðindum er dunið gætu yfir vora þjóð, algjört efnahagslegt hrun og þaðan af verra.

 Núna ellefu mánuðum síðar, er þriðji Icesavesamningurinn kominn í umræðuna og þrátt fyrir synjun hinna fyrri, þá hefur ekkert af því sem þau Steingrímur og Jóhanna spáðu ræst og það sem meira er, þá er nýjasti samningur, skömminni skárri hvað kostnað varðar, þó efnislega sé hann líklegast jafn óásættanlegur.  Eini munurinn á þessum samningi og þeim fyrri, er kannski helst að líkurnar á þjóðargjaldþroti eru mun minni en áður og kannski næstum því hverfandi, komi ekkert upp á varðandi heimtur úr þrotabúi Landsbankans.

 Þrátt fyrir allt ofangreint, hefur þó orðið mistök ekki hrokkið af vörum, þeirra Steingríms og Jóhönnu eða þeirra meðhlaupara í Bretavinnunni.  Þeirra réttlæting á þeim ósköpum er þau nærri létu dynja á þjóðinni, er að aðstæður hafa breyst.  Það má vera að aðstæður hafi eitthvað breyst.  En það réttlætir samt ekki það, að í ljósi aðstæðna er voru áður hafi það verið réttlætanlegt að keyra þjóðina í gjaldþrot með fyrri samningum.

 Hvaða einkunn skildi stjórnarandstæðingurinn Steingrímur Jóhann Sigfússon, gefa núverandi stjórnvöldum? Ætli hann öskri úr sér lungun á afsögn stjórnvalda og landsdóm?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki má heldur gleyma því, að skötuhjúin sögðu þjóðaratkvæðagreiðsluna bæði óþarfa og marklausa, vegna þess að "mun betri samningur væri á borðinu", þó hann virðist reyndar ekki hafa komist alla leið upp á borðið fyrr en núna, tæpu ári seinna.

Það hins vegar skiptir bara engu máli, því Icesave kemur íslenskum skattgreiðendum ekkert við og það er nánast glæpur að fara að "semja" slíka ábyrgð á fólk, sem ekkert hefur með málið að gera.

Axel Jóhann Axelsson, 12.12.2010 kl. 21:53

2 identicon

Hótana ferill í stjórnartíð xS er samfellt fáheyrt ofbeldi.

... í des 2008 hótaði ISG xS stjórnarslitum... nema auka landsfundur xD í jan 2009 samþykkti ESB aðild.

... 3. júní 2009 laug Steingrímur J að þingi og þjóð að enginn væri Svavars samningurinn... 5. júní 2009 reyndi SJS að lauma honum í gegnum þingið.

... Í lok júní 2009 fór Jóka í kattasmölun hjá Vinstri-Grátandi

... sumarið 2009 sagði Ögmundur Góði af sér sem ráðherra vegna hótnana um stjórnarslit vegna Icesave.

... 6. mars 2010 sagði SJS & JS 98% höfnun Icesave marklausa niðurstöðu.

Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband