Leita í fréttum mbl.is

Að borga tvisvar fyrir sömu framkvæmdina.

Núna berast fréttir af milklum vegaframkvæmdum, Vaðlaheiðargöngum, tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi, tvöföldun Vesturandsvegar að Hvalfjarðargöngum og tvöföldun Reykjanesbrautar sunnan Straums.

  Hvort sem að ríkið eða lífeyrissjóðirnir kosti þessar framkvæmdir, þá hugsunin að borga þessar framkvæmdir til baka með vegatollum. Samkvæmt nýjustu fréttum, þá eru lífeyrissjóðirnir útúr myndinni og mun Ríkissjóður (skattgreiðendur) kosta framkvæmdirnar.  Að loknum framkvæmdum munu svo skattgreiðendur, borga til baka í Ríkissjóð, kostnaðinn í formi vegtolla. 

Tvær þessara framkvæmda, Suðurlandsvegurinn og Vaðlaheiðargöngin eru umdeildar, hvor á sinn hátt að einhverju leiti.  

Þrátt fyrir að reiknað hafi verið út af erlendum sérfræðingum, 2+1 vegur frá Rvk til Selfoss dugi vel næstu áratugina hið minnsta og kosti mun minna, en 2+2 vegur, þá ætla stjórnvöld að ráðast í gerð 2+2 vegar. Auðvitað hafa þessar framkvæmdir þann jákvæða kost að þær skapa atvinnu og er ekki vanþörf á því, eins og ástandið er í dag.  En það er hins vegar ekki sama, hvernig staðið er að slíku og ekki má kosta til þess meiru en þarft er.

 Ef áform stjórnvalda um vegtolla á leiðinni Rvk-Selfoss-Rvk, verða að veruleika, þá mun kosta 7 kr. pr km. að aka þessa leið, eða 700 kr. Verði ekki í boði afsláttarkjör, líkt og t.d. er í boði vegna Hvalfjarðarganga, þá mun það kosta einstakling sem býr á Selfossi, borga 700 kr á dag fyrir aka þessa leið daglega, eða 14.000 kr á mánuði miðað við 20 vinnudaga í mánuði. Það eru þá 154.000 kr á ári, miðað við að viðkomandi taki eins mánaðar sumarfrí, annars 168.000.   Til að koma út úr þessu á sléttu miðað hvernig þetta er í dag, þyrfti því þessi einstaklingur, að hækka í tekjum um ca. 350.000. kr, svo upphæð þessi verði tiltæk eftir skatta.

Verði þetta á endanum eitthvað nálægt þessu, þá má búast við því, að tvennt gæti gerst.  Fólk ferðast enn frekar saman í bílum, þ.e. fleiri um hvern bíl yfir heiðina, eða þá að fólk taki rútuna í mun meiri mæli en nú er.  Það mun svo þýða mun lægri tekjur af umræddum vegtolli og þá lengri borgunartíma á framkvæmdinni, sem mun þá líklegast á endanum hækka fjármagnskostnað við framkvæmdina og þá um leið frekari kvaðir á skattgreiðendur.

 Er framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng lýkur, er gert ráð fyrir að innheimta kr. 1000. kr fyrir að aka þar í gegn.  Samkvæmt því sem að menn hafa reiknað, þá er þetta gjald, rúmlega þrefalt hærra en talið að það mætti vera svo hagkvæmara væri að keyra göngin í stað Víkurskarðs, þegar færð og veður býður upp á slíkt. Semsagt hámark 300kr. pr. ferð í göngin, svo alltaf borgaði sig að aka þar í gegn.  Heyrst hefur af áformum stjórnvalda um loka Víkurskarðinu, eftir að göngin verði komin í gagnið til þess að neyða vegfarendur í gegnum göngin og þar með borga ca. 700 kr. hærri upphæð í hvert skipti sem farið þar er um, þegar veður og færð bjóða upp á akstur um Víkurskarð.

Þó það sé óumdeilt að þessar framkvæmdir muni á endanum vera samgöngubót og að þær muni skapa atvinnu á meðan að á þeim stendur, þá er það alveg ljóst að kjarabót þeirra sem þessar leiðir fara oft, verður ansi takmörkuð og í raun ekkert nema frekari fjáraustur úr pyngju þeirra.

 


mbl.is SI: Framkvæmdir skapa hundruð nýrra starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband