Leita í fréttum mbl.is

Gleymda klappstýran.

Aðalklappstýra Landsbankans, er þeir stofnuðu Icesave í Hollandi vorið 2008, heitir Jón Sigurðsson. Jón þessi var á þeim tíma stjórnarformaður FME, auk þess sem að Jón var og er eflaust enn, eitt af aðalgúrúum Samfylkingar í efnahagsmálum. 

Í annars fallegum kynningarbæklingi þeirra Landsbankamanna vegna nýstofnaðra Icesavereikninga, var mynd af hinum ,,trausta" stjórnarformanni FME, auk stutrar greinar Jóns um hina duglegu Landsbankamenn og allt það traust sem Hollendingum væri óhætt að leggja á Landsbankann.

En var það ekki bara besta mál, að mæla með íslenskum banka erlendis, sem að fær verðlaun úr hendi viðskiptaráðherra fyrir vel uppsettan og traustan ársreikning árið 2007?  Eða átti kannski áðurnefndur ársreikningur, frekar að fá Bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Kristinn Karl, þarna verður þú að gæta þín. Jón Sig. er nefnilega svo "fínn" maður, gáfaður, flottur og allar konur og karlar elska hann. Nú er Árni Páll tekinn við keflinu fagra. Svona menn má ekki gagnrýna.

Sigurður I B Guðmundsson, 11.12.2010 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1679

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband