27.11.2010 | 21:34
Þýðir dræm kosningaþátttaka að þjóðin vilji ekki breytingar?
Svarið við spurningu í fyrirsögn, er líklega ,,NEI". Hins vega er meira en líklegt að þó þjóðin nánast öskri á breytingar, þá eru þær breytingar líklegast ekki ný stjórnarskrá. Í það minnsta virðist slíkt ekki vera í forgangi hjá stærstum hluta þjóðarinnar.
Hvaða breytingar skildi þjóðin þá vera að kalla á, sem í rauninni koma breyttri stjórnarskrá ekkert við? Skildi það vera lausn á skuldavanda heimilana og að hjól atvinnulífsins fari að snúast aftur?
Að stjórnvöld forgangsraði þannig, að útgjöld til heilbrigðismála og menntunar, verði ekki nánast sem afgangsstærð?
Að þeim sem minnst megi sín verði tryggt næg afkoma, þannig að vikulegar ferðir í hjálparstofnanir eftir matargjöfum, heyri sögunni til?
Liklega er eitthvað ofantalið, ef ekki allt ofar á forgangslista þjóðarinnar, en stjórnlagaþing og ný stjórnarskrá. Stjórnvöldum ber því að taka þessari dræmu kosningaþátttöku sem skilaboðum um að nú sé tími látalæta liðinn og tími athafna og framkvæmda kominn, þó fyrr hefði verið.
Um 30% búin að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held reyndar samt að stór hluti Íslendinga vilji svona persónukjör þó þeir sýni það ekki í verki núna. En þetta gekk svona illa af því það voru alltof margir í framboði, hefði þurft að láta frambjóðendur koma með fleiri meðmælendur og jafnvel borga 10.000 fyrir að taka þátt í framboði.
Andri (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 21:57
Þjóðin vill alveg breytingar en ekki þessa sýndarmennsku. Við kjósum löggjafa á 4. ára fresti og kjörnir fulltrúar í þeim kosningum eiga að vinna þess vinnu, beyta stjórnarkránni eftir þörfum og reka þjóðfélagið sómasamlega svo allir þegnar þjóðfélagsins megi vel við una. Við erum fámenn þjóð en búum yfir miklum auðlindum og því ættu allir að geta haft það gott í þessu gjöfula landi. Áfram Ísland
Björn Jónsson, 27.11.2010 kl. 22:19
Ástæðan fyrir dræmri kjörsókn er að fólki finnst þetta vera skrípaleikur, að velja fólk á þetta þing er flóknara en skattskýrsla hjóna með langveikt barn þar sem annað er í námi og hitt með tekjur í fjórum löndum.
Einnig skilur fólk ekki af hverju þeir sem hitta að setja vinsælasta aðilann í efsta sæti á sínum lista hafa fleiri atkvæði en þeir sem hitta ekki svo vel.
Ef kosningin hefði verið að þannig að þú velur 5 aðila sem allir fá eitt atkvæði frá þér og svo eru bara þeir með flestu atkvæðin inni, þá væri þáttakan mun betri.
Eflaust hefur sú staðreynd að alþingi þarf ekki einu að lesa það sem kemur frá stjórnlagaþinginu áður en það fer í tætarann líka áhrif.
Þetta er því í huga fólks peninga- og tímasóun.
Jóhann, 27.11.2010 kl. 22:26
Já Jóhann þetta er alger peningasóun bæði þessar stjórnlagkosningar og landsdómurinn Þetta kostar okkur nokkur hundruð milljónir það væri örugglega hægt að nota þessa peninga í velferðarkefið okkar með betri árangri
Björn Jónsson, 27.11.2010 kl. 22:39
Hjartanlega sammála þér Kristinn !
Kosningarnar eru peninga- og tímasóun !
Svona svipað eins og að spila á fiðlu á meðan landið brennur. Hjól atvinnulífsins eru að stöðvast og fólk flýr land.
Neytandi (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 22:51
Það eru fyrirtækin sem þurfa að taka á í atvinnumálunum.Þau þurfa í kröftuga markaðssókn erlendis og innanlands.
Rikisstjórnin er þ´vi miður bundin í báðaskó vegna fjárskorts.
Fyrirtækin hafa aðra möguleika t.d netið til að markaðssetja sig.
Enda er þar r-ng stefna að rikið sjái um atvinnumál landsins.
Það var gert í austantjaldslöndum her áður fyrr ekki lengur.
Árni Björn Guðjónsson, 28.11.2010 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.