Leita í fréttum mbl.is

Hugsjónir og pólitík á stjórnlagaþingi.

Þegar þetta er skrifað, veit síðuritari ekki frekar en allir aðrir hverjir muni ná kjöri á stjórnlagaþing.  Síðuritari hefur þó dottið um fullyrðingar á netinu þess efnis að kjósa ætti frekar hugsjónarfólk, fremur en pólitískt fólk. Nú er það svo að sama fólkið er í raun í báðum hópum.  Hugsjónafólk verður pólitískt við það eitt að hafa hugsjónir og pólitíska fólkið er pólitískt, vegna þess það hefur einhverjar hugsjónir.

Það er líka alveg ljóst að mörg þau álitamál sem upp munu koma á stjórnlagaþinginu eru í eðli sínu pólitísk, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Mál eins og auðlindamál, fullveldismál, ákvæði er varða forsetann og mörg önnur.

 Margir þessara svokölluðu hugsjónamanna, tala líkt og þeirra hlutverk á stjórnlagaþinginu, verði að breyta kvótakerfinu, með því að festa það í stjórnarskrá að auðlindir, þar með talin fiskveiðiaulindin verði í þjóðareign.  Sú breyting eða nýbreytni í Stjórnarskrá, breytir hins vegar kvótakerfinu ekki.  Breytingar á kvótakerfinu munu eftir sem áður vera háðar, samþykki Alþingis, hvort sem fiskveiðiauðlindin verði þjóðareign, samkvæmt stjórnarskrá eða ekki.  Eins mun það verða um aðrar auðlindir, þ.e. það verði Alþingis að ákveða á hvaða hátt, auðlindum þjóðarinnar verði ráðstafað.

 Um fullveldisákvæðið eða ákvæðin munu svo fyrst og fremst, andstæðingar ESB-aðildar og fylgjendur aðildar takast á um. Enda aðild ómöguleg, án breytingar á ákvæðum um fullveldið.  Fullveldið er því hápólitískt mál, sem hugsjónafólk með og á móti aðild mun takast á um.

 Hvað valdsvið forsetans og verkerfni hans varðar og hluti eins og málskotsrétt forsetans, munu nánast sömu hópar og takast á um fullveldið verða á öndverðum meiði.


mbl.is 13% kjörsókn í Reykjavík kl. 14
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband